Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Með heimalninga undir hendinni Róbert starfaði einnig við kvik- myndina Dýrið, sem sópaði til sín Edduverðlaunum á síðasta ári. Myndin fjallar um hjón sem búa á sveitabæ í afskekktum dal. Þau una vel við sitt, en í sauðburðinum fæðist lamb sem er að hálfu leyti manneskja. „Mynda þurfti öll atriði tvisvar þar sem dýrið kom fyrir, þá til jafns lamb svo og lítið barn eða brúða. Lambið var þannig aðalhlutverk myndarinnar þannig að ég þurfti, ásamt félaga mínum, að finna níu kollótt hvít lömb. Við fengum heimalninga sem þurfti að temja með hraði – svo þau yrðu ekki of gömul til þess að passa í hlutverkin. Settum á þau fullorðinsbleyjur og gáfum þeim að borða úr lófanum á okkur - og svo þvældust þau bara með okkur inn í hús og alls staðar yfir sumarið. Nokkur heltust úr lestinni og er upp var staðið stóðu þrjú eftir sem meðfærilegust voru. Þetta var mjög áhugavert ferli og sá ég einnig um að meðhöndla þau í tökum, halda þeim uppi og sjá til þess að þau hreyfðu höfuðin þegar það átti við og annað. Lömbin eru annars á góðum stað í dag, orðin svolítið villt og aftengd mönnum,“ segir Róbert. Hlutverk dýranna eru auðvitað misjöfn og engin regla á hve mörg eru fengin hverju sinni. Róberti er ofarlega í huga verkefni við þættina Kötlu þar sem hinn ástsæli Ingvar Sigurðsson leikur mikinn kattaunnanda, eiganda hátt í 30 katta. Við það tilefni var leitað eftir ógrynni katta í tökuna – sem er ekki endilega það auðveldasta – og gæta þurfti þess að hver köttur væri á sínum stað þegar hlé voru, á milli þess sem tekið var upp. Það tókst allt að lokum og senan mörgum áhorfendum og tökuliði minnisstæð. Þáttaröðin fjallar um hvernig þorpsbúar Víkur í Mýrdal takast á við lífið eftir umrót samnefnds eldfjalls. Ári eftir gos eru einungis örfáir ábúendur eftir, sem eftir bestu getu takast á við daglegt líf en fara þó ekki varhluta af öskufallinu frekar en dýrin. Þá helst kindur sem léku þar stór hlutverk, þaktar ösku. Ítrekar Róbert að fyllstu ábyrgðar hafi verið gætt við myndatökur, unnið hafi verið í samvinnu við MAST auk dýralækna og öll leyfi til staðar, en eftir tökurnar voru kindurnar rúnar og sleppt í haga. Kalkúnar í spretthlaup Í annað skipti við tökur á mynd Baltasars Kormáks, Against the Ice, sem er byggð á sannsögulegum atburðum, þrekraun tveggja pólfara sem urðu innlyksa á Grænlandi, komu bæði hópur sleðahunda, refur, hrafn og kalkúnar við sögu. Þar vann Róbert bæði í því að finna tökustaði, líta til með sleðahundunum, hrafninum og refnum, auk þess sem hann fékk kalkúnana til þess að hlaupa spretthlaup milli ísjaka á Demanta- ströndinni rétt við Jökulsárlón, en líta átti út fyrir að þeir væru eltir af örmagna veiðimanni. Atriðið var þó því miður klippt út, en ekki er annað hægt að segja en að lífið sé ævintýralegt í heimi tökustaðastjórans, sem með lagni og þolinmæði verður reynslunni ríkari. Nánari upplýsingar veitir: LAXEYRI Í BORGARBYGGÐ Atvinnuhúsnæði María Sigurðardóttir Viðskiptafræðingur Lögg. fasteignasali Sími 820 1780 maria@valborgfs.is Tvö fiskeldishús samtals 1.613 fm til sölu að Laxeyri í Borgar- byggð með aðgengi að umtalsverðu magni af heitu og köldu vatni ásamt stækkunarmöguleikum. Húsin standa á 5,9 ha leigulóð úr landi jarðarinnar Stóra-Áss. Fasteignirnar geta hentað fyrir margs konar atvinnustarfsemi. Byggingarnar voru nýttar fyrir seiðaeldi til ársins 2016. Nóatún 17 | 105 Reykjavík | valborg@valborgfs.is | Sími 419 7900 TILBOÐ valborgfs.is Grænlenskir sleðahundar frá tökum á myndinni Against the Ice. Við settum á þau fullorðinsbleyjur og gáfum þeim að borða úr lófanum á okkur ...“ Kisan Carlos frá Öxnadal situr hér í makindum sínum og tekur stöðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.