Bændablaðið - 04.04.2023, Page 51

Bændablaðið - 04.04.2023, Page 51
51Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is STAURAHAMAR FRÁ HYCON ____________________ FRÁBÆRT VERKFÆRI TIL AÐ REKA NIÐUR GRIÐINGASTAURA Eykur fóðurgæði Betri inntaka Meiri meltanleiki Heilbrigðari kýr Betri afkoma 20% AFSLÁTTUR Í FORSÖLU Gildir til 30. apríl JOSILAC Ferm - 10.190 kr. - 20% afsl. 8.152 kr. JOSILAC Classic - 9.390 kr. - 20% afsl. 7.512 kr. BETRI ÁRANGUR MEÐ JOSILAC íblöndunarefni Öll verð eru án vsk. Verð miðast við bréf (150g) Sjálfskaparvíti varð til vegna yfirþrýstings og samfalls í borholu KG-04 við Kröflu. í bergkvikuna. „Ég gerði tilraun til þess á Havaí fyrir mörgum árum en það mistókst. Aðallega vegna þess hversu erfitt er að staðsetja kvikuna neðan jarðar. Þegar ég frétti að slíkt hefði verið gert og það fyrir tilviljun við Kröflu fór ég strax að skoða málið og sá að aðstæður þar voru einstakar til slíkra rannsókna þar sem vitað var hvar kvika lá og grunnt niður á hana.“ Eichelberger, sem er einn af hugmyndafræðingunum á bak við Krafla Magma Testbed verkefnið, segir að niðurstöðurnar sem úr því munu fást komi til með að breyta kennslubókum framtíðarinnar í jarðfræði. Lán í óláni Landsvirkjun hefur nýtingarrétt á jarðhita á Kröflusvæðinu og rekur virkjunina. Krafla er ein elsta gufuaflsstöð landsins með 60 MW í uppsett afl. Dr. Bjarni Pálsson, forstöðumaður þróunar jarðvarma hjá Landsvirkjun, segir að fyrirtækið styðji verkefnið meðal annars með því að veita KMT aðgang að svæðinu og rannsóknaniðurstöðum sem fyrirtækið hefur öðlast við borun á yfir 40 háhitaborholum á svæðinu undanfarna hálfa öld. „Við boruðum fyrir tilviljun niður í kviku fyrir nokkrum árum og í stað þess að loka holunni leyfðum við henni að blása og framkvæmdum þær rannsóknir sem hægt var að gera. Í framhaldinu fórum við að skoða mælingar úr eldri holum og niðurstaðan var sú að þetta var líklega ekki í fyrsta sinn sem það hefur gerst. Segja má að það hafi verið lán í óláni að bora í kvikuna því þrátt fyrir að holan eða holurnar hafi ekki nýst vitum við hvar þær eru og mögulegt að í framtíðinni sé hægt að vinna úr þeim mikla og umhverfisvæna orku.“ Bjarni segir að svo það verði mögulegt verði að rannsaka virkjunarmöguleikana vel og að ef allt gengur upp megi gera ráð fyrir að holur sem boraðar verða í jarðlög nærri kvikuinnskoti muni geta skilað allt að tíu sinnum meiri orku en þær holur sem virkjaðar eru í dag. Nærumhverfið Vordís Eiríksdóttir, jarðeðlis- fræðingur og forstöðumaður jarðvarmareksturs hjá Lands- virkjun, segir að ekki sé nóg með að rannsóknirnar sem á að gera séu spennandi heldur sé ekki síður áhugavert að taka þátt í þeim verkefnum sem tengjast nærumhverfinu og sveitunum í kring. „Hér gætu skapast tækifæri til að setja upp fræðslumiðstöð í jarðfræði og rannsóknamiðstöð í jarðhita- og eldgosafræði. Samhliða því er hugmyndin að vinna með skólum á svæðinu og gefa börnum tækifæri á að koma og kynnast jarðfræði og þeirri starfsemi sem hér fer fram. Á sama tíma vonumst við til að almennur áhugi á Kröflusvæðinu aukist og að hingað sæki fleiri ferðamenn og að það hafi jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu í sveitinni.“

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.