Bændablaðið - 04.04.2023, Page 69

Bændablaðið - 04.04.2023, Page 69
69Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Vönduð og fagleg lögmannsþjónusta með starfsstöðvar bæði í Reykjavík og á Hvolsvelli. Helstu réttarsvið: Félagaréttur, eignaréttur, samningaréttur, orkuréttur, erfðaréttur, gjaldþrotaréttur stjórnsýsluréttur o.fl. Yfir 30 ára reynsla af lögmannsstörfum. Helgi Jóhannesson, lögmaður  helgi@lr.is  Sími 849-0000 Borgartúni 25, Reykjavík  Austurvegi 4, Hvolsvelli  Sími 515-7400 LÖGMANNSÞJÓNUSTA Vagnhöfða 7, 110 Reykjavík - s. 787 9933 vpallar@vpallar.is - www.vpallar is NÝ VERSLUN VAGNHÖFÐA 7 TIMBUR EININGAHÚS Sími: 893 3022 einingar@einingar.is www.einingar.is   VARAHLUTIR OG BÍLAVÖRUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI BÆJARHRAUNI 12 220 HAFNARFIRÐI S. 555 4800 Hafnargata 52 260 Reykjanesbæ S. 421 7510 Hrísmýri 7 800 Selfossi S. 482 4200 Furuvöllum 15 600 Akureyri S. 535 9085 Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 471 1244 STÓRVERSLUN STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 12 110 REYKJAVÍK S. 535 9000 Skoðaðu vöruúrvalið á www.bilanaust.is Kaflaskipti í kornrækt Bleikir akrar, aðgerðaráætlun um aukna kornrækt var kynnt nýlega. Skýrslan var unnin af sérfræðingum við Landbúnaðarháskóla Íslands að beiðni míns ráðuneytis. Skýrslan markar ákveðin kaflaskil í landbúnaðarmálum. Í skýrslunni eru tillögur um aðgerðir til þess að skapa skilyrði fyrir því að kornrækt geti vaxið og dafnað. Ég lagði áherslu á kornrækt við vinnslu fjármálaáætlunar og því er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna verði varið til þess að efla kornrækt á tímabilinu 2024-2028. Nú þegar fast land er komið undir fjármögnun þessara aðgerða er verkefnið að forgangsraða þeim og raða upp á tímaás Áform um að efla kornrækt á Íslandi eru engin nýlunda. Munurinn þá og nú er sá að það er pólitískur vilji í matvælaráðuneytinu til þess að fylgja málinu eftir og að mér virðist ríkja þverpólitísk samstaða um mikilvægi þess að efla kornrækt. Þá hafa athuganir leitt í ljós að þvert á það sem oft hefur verið haldið fram þá geti kornrækt vel verið samkeppnishæf á jafningagrundvelli við önnur lönd. Hér eigum við gnógt af ræktarlandi, jarðvegur sé frjósamur og landleiga því lág ásamt því sem þörf fyrir plöntuvarnarefni sé minni en annarsstaðar. Sókn er besta vörnin Frá því í lok áttunda áratugarins hefur umræða um landbúnaðarmál á hinum pólitíska vettvangi snúist um vörn, um að draga úr framleiðslu og hagræðingu. Um það að stilla upp falskri tvíhyggju sem snýst um það að standa annaðhvort með neytendum eða með bændum. Slíkri tvíhyggju hef ég hafnað þar sem að neytendur og bændur geta ekki án hvors annars verið. Hagsmunir dreifbýlis og þéttbýlis eru samofnir. Þannig er stærsta hagsmunamál landbúnaðar í dag hið sama og annarra íbúa landsins, að kveða niður verðbólgudrauginn þannig að vextir fari lækkandi. Í bakgrunninum hafa orðið straumhvörf í umræðu um landbúnaðarmál síðustu ár. Áskoranirnar næstu áratugi eru ekki of mikil framleiðsla. Heldur hvernig við fæðum mannkyn á sama tíma og draga þarf úr allri aðfanganotkun vegna umhverfis og loftslagsmála. Eins og bændur þekkja vel hefur raunverð á kornvöru farið hækkandi síðustu ár og steininn tók við innrás Rússa í Úkraínu fyrir ári. Þá hefur verið vaxandi umræða um mikilvægi loftslagsmála og líffræðilegrar fjölbreytni einnig verið í forgrunni. Þannig er staðan víðast hvar í heiminum sú að ræktarland er uppurið, ólíkt því sem hér þekkist. Í fyrrnefndri skýrslu eru færð rök fyrir því að hugsanlega megi slá tvær flugur í einu höggi með aukinni kornrækt, binda kolefni í rýrum jarðvegi og framleiða matvæli. Því eru forsendur fyrir því að snúa þessari umræðu við loksins. Að sækja fram völlinn, um fjárfestingar í framförum en ekki varnarbaráttu. Það er framfaramál auk þess að vera mikilvægt m.t.t. fæðuöryggis. Það er til mikils að vinna að byggja nýja stoð í landbúnaðinum. Byltingarkennd tækni í kynbótum plantna mun verða nýtt til þess að hraða erfðaframförum. Fyrstu kynbótalínur með nýrri tækni koma til prófana næsta sumar á Íslandi. Það mun þó taka tíma og þolinmæði að byggja upp þá innviði sem þarf. Enda hafa Íslendingar margoft brennt sig á því að ætla að byggja atvinnugreinar upp með of miklu kappi. Þannig verður hugsað til þess við útfærslu að stuðningurinn muni ekki eigngerast eða á endanum verða til þess að upprunalegi tilgangur hans glatist, að hvetja til framfara. Samlög bænda forsenda Grundvallarforsenda þess að kornræktin taki að vaxa eru bændur. Áform stjórnvalda plægja enga akra ein og sér. Frumkvöðlar í kornrækt hafa þegar sýnt að korn þrífst vel hér á landi og með því að tileinka sér bestu aðferðir er áhættan lágmörkuð. En samtakamátturinn þarf að koma til þar sem að lykil millilið vantar í virðiskeðju kornræktar á Íslandi – samlögin. Það væri lítill bragur á mjólkurframleiðslu á Íslandi ef að bændur þyrftu að skilja rjómann , strokka smjörið og aka því til kaupstaðar eins og fyrir öld síðan. Uppbygging framleiðendafélaga um frumvinnslu var forsenda. Þetta skortir í kornrækt og því er lögð áhersla á það í skýrslunni að stuðla að fjárfestingum í þessum innviðum. Þess vegna verður lögð rík áhersla á að styðja metnaðarfull verkefni með fjárfestingarstuðningi. En til að það sé raunhæft er nauðsynlegt að bændur sem hafa trú á kornrækt taki sig saman og ræði með hvaða hætti skynsamlegast er að byggja upp samlög. Mestu framfaratímabil í íslenskum landbúnaði hafa verið vegna þess að fjárfest var í framförum. Það hefur löngum reynst torsótt að fjárfesting í landbúnaði sé næg þar sem að þörf er fyrir þolinmótt fjármagn. Það gildir ekki einvörðungu á Íslandi heldur er um það rætt á flestum þeim alþjóðlegu fundum um landbúnaðarmál sem ég hef sótt. Að fjárfesting í landbúnaði sé ónóg til þess að við náum markmiðum í loftslagsmálum og til þess að tryggja að það verði nóg til fyrir ört vaxandi mannkyn. Vegna þessa er fjárfestingarstuðningur við framleiðsluinnviði kornræktar mikilvægur þáttur til þess að láta hjólin byrja að snúast. Með því að stíga nauðsynleg skref núna mörkum við upphafið af nýjum tíma þar sem að nokkrum árum liðnum það verða bleikir akrar í bland við slegin tún víðar um landið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra. Svandís Svavarsdóttir AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.