Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 16
14 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Áskorunum best mætt með stuðningi liðsheildarinnar „Mér leikur forvitni á að vita hve margir hjúkrunarfræðingar starfa ekki innan heilbrigðiskerfisins og við hvað þeir eru að þá að fást,“ segir Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, í viðtali við Tímarit hjúkrunarfræðinga. Landspítali er stærsti vinnustaður hjúkrunarfræðinga, fjölmennustu heilbrigðisstéttarinnar á Íslandi. Hvernig haldið er um stjórnartauma þessa flaggskips íslenska heilbrigðiskerfisins, sem Landspítalinn er, varðar því hjúkrunarfræðinga miklu. Runólfur hefur staðið í brúnni á Landspítalanum í um hálft ár þegar þetta er ritað. Hann þekkir innviði spítalans vel, enda átt þar farsælan feril í áratugi sem læknir, sérfræðilæknir, yfirlæknir, forstöðumaður, framkvæmdastjóri og loks forstjóri. Nýju hlutverki fylgir breytt starfssvið og yfirsýn yfir starfsvettvanginn og ljóst að við blasa flókin verkefni við að sigla fleyinu á farsælan hátt inn í framtíðina. Við blasir ólgusjór með rekstrarvanda, manneklu, kjarabaráttu, samfélagsbreytingum, húsnæðisvanda, mismunandi stjórnmálaáherslum og undirbúningi að flutningi starfseminnar í nýjar byggingar. Stjórnunarumhverfi spítalans hefur breyst við að heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson hefur skipað Landspítala stjórn. Markmiðið með skipun stjórnarinnar er að styrkja stöðu og hlutverk Landspítala sem mikilvægustu heilbrigðisstofnunar landsins í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvernig sér Runólfur fyrir sér að halda um stýrið? Runólfur segist vilja leitast við að vera leiðtogi og að brýnt sé að efla liðsheild og traust. Áskoranirnar séu margar og þeim sé best mætt með stuðningi liðsheildarinnar. „Með Covid-heimsfaraldrinum kom glöggt í ljós hvað Land- spítalinn býr yfir sterku liði þegar á reynir og það tekst að stilla saman strengina. Eftir mestu annirnar höfum við þó aðeins misst taktinn en vonandi náum við honum fljótt aftur,“ segir hann. Almennari þekking og samvinna mikilvægust Runólfur útskýrir að starfsemi Landspítalans sé á margan hátt brotakennd vegna margra sérhæfðra eininga sem hafa þróast á sjálfstæðan máta. Á hinn bóginn hafi stór verkefni sem eru almenns eðlis og snerta einkum aldraða með fjöl- þættan heilsubrest ekki hlotið næga athygli. Þróunin hafi nær undantekningarlaust verið í átt að aukinni sérhæfingu og sérþekkingu sem hafi ekki tekið mið af þörfum samfélagsins síðustu ár. Til að mæta þeim séu almennari þekking og samvinna mikilvægust. „Landspítali gegnir bráðaþjónustuhlutverki fyrir allt suðvestur- hornið þar sem nærri helmingur landsmanna býr og að hluta fyrir landið allt þegar þörf er fyrir mjög sérhæfða þjónustu. Íbúum fjölgar stöðugt og eftirspurn eftir bráðaþjónustu eykst að sama skapi. Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar hefur lengi verið fyrirsjáanleg og þörf fyrir öldrunarþjónustu á spítalanum, sem annars staðar, hefur þanist út. Hluta þeirra verkefna er hægt að sinna á lægra þjónustustigi. Það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt því spítalinn ræður ekki við hvort tveggja að óbreyttu til lengri tíma.“ Texti: Þorgerður Ragnarsdóttir | Myndir: Þorkell Þorkelsson Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.