Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 34
32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Farið þið líka erlendis á veiðar? Í gegnum Instagram höfum við kynnst frábæru fólki sem á sama áhugamál víðs vegar um heiminn. Sjálf hef ég farið á elgsveiðar í Svíþjóð með sænskum vinkonum, til Austurríkis að veiða múrmeldýr og Póllands að veiða villisvín og rádýr. Næsta ferð er núna í október, þá ætlum við hjónin, ásamt dóttur okkar og tengdamömmu að gera tilraun til að veiða Chamois, sem er eins konar fjallageit sem lifir í Ölpunum. Myndir þú segja að þetta væri áhugamál eða ástríða hjá þér? Ég myndi segja að veiðarnar séu áhugamál hjá mér en ástríða hjá Gunnari. Það er mjög sterkt í honum að þurfa að komast reglulega á veiðar, á meðan ég er öllu rólegri og nýt þess að fara í veiðiferðir þegar tækifærið gefst. Eru þið búin að smita fjölskyldu og vini af áhuga ykkar á veiðum? Gunnar er fæddur inn í mikla veiðifjölskyldu og ber þar að nefna afa hans og móðurbróður. Tengdamamma mín er einnig með byssuleyfi en hún stundar ekki veiðar, aðrar en þær að verja æðarvarpið á Rauðasandi fyrir vargi. Nýtið þið dýrin sem þið veiðið til matar og jafnvel skinn af einhverjum dýrum í fatnað eða annað? Við tökum þeim hluta mjög alvarlega og reynum að nýta allt eftir bestu getu. Kjötið borðum við og höfum gert ýmsar tilraunir til að nýta allar afurðir sem best. Skinn höfum við sent í sútun eða komið á aðila sem geta nýtt þau. Ég hef einnig stundum komið beinum, klaufum og hornum á handverksfólk sem ég þekki sem hefur getað notað afurðirnar í listmuni. Kostir og gallar við að stunda veiðar á Íslandi? Náttúran er auðvitað engri lík. Veðrið er óútreiknanlegt, sem gerir allt flóknara en stundum líka meira spennandi. Fyrir mig hefur kuldinn verið mín stærsta áskorun, en með árunum hef ég náð tökum á þeim vanda með góðum útbúnaði. Svo þegar maður hefur prófað að fara á veiðar erlendis þá finnur maður hvað það er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af hættulegum skordýrum og slöngum hér á Íslandi. Helsti gallinn er kannski sá að úrval veiðitegunda er ekki sérstaklega mikið hér á í samanburði við mörg önnur lönd. Fallegasti staður á Íslandi? Rauðisandur. Uppáhaldsmatur? Andabringur. Uppáhaldsárstíminn? Ég hef alltaf verið mikil haustmanneskja en haustið er einmitt helsti tími veiðimannsins. Að liggja í skurði í sólarupprás á fallegum haustmorgni með von um að tálgæsirnar dragi til sín gæsahópa frá náttstað er frábær stund. Haustlitirnir eru fallegir og breyta ásýnd náttúrunnar í stutta stund áður en veturinn gengur í garð. Veðrið er líka oft kyrrt og gott á haustin sem gerir það enn dásamlegra að vera úti við á þeim árstíma. Sportið „Að liggja í skurði í sólarupprás á fallegum haustmorgni með von um að tálgæsirnar dragi til sín gæsahópa frá náttstað er frábær stund.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.