Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 20
18 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Starfsheitið „nurse practitioner“ er ekki í notkun á Íslandi en fjallað hefur verið um það í sambandi við sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar sem lokið hafa sérfræðinámi nota starfsheitið „sérfræðingur í hjúkrun“. Umræðan snýst um það hvort hægt sé að víkka út starfssvið hjúkrunarfræðinga sem lokið hafa sérfræðinámi og uppfylla ákveðin skilyrði. Fordæmi um slíkt hér á Íslandi er að skv. 48. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 er hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hlotið hafa sérstakt leyfi embættis landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, heimilt að ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna. Nurse Practitioner Hér fyrir neðan eru dæmi um heimildir þar sem sjónarmið hjúkrunarfræðinga varðandi málefnið koma fram: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (2021). Stefna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í hjúkrunar- og heilbrigðismálum til 2030. Samþykkt á aðalfundi félagsins í maí 2021. Sótt á vefinn 4.10.2022: https://www.hjukrun.is/library/Skrar-NeW/utgefid-efni/Skyrslur/HJUKRUN_STEFNA_A4_ netutgafa.pdf Inga María Árnadóttir (2016). Skoðun: Ekki stríð við lækna. Visir.is, 29. ágúst 2016. Sótt á vefinn 4.10.2022: https://www.visir.is/g/20161614549d Kristín Björnsdóttir og Marga Thome (2006). Sérfræðingar í hjúkrun: Skilgreining, viðurkenning og nám. Tímarit hjúkrunarfræðinga – Ritrýndar fræðigreinar, 1(1), 28-36. Sótt á vefinn 4.10.2022: https://www.hjukrun.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=953 launaauka, t.d. þar sem viðfangsefnin eru mjög bráð veikindi eða slys sem kallar á aukna aðgætni fagfólks en slík vinna getur verið sérlega streituvaldandi þegar álag er mikið. Hann bendir líka á vaxandi eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum til starfa í framtíðinni og að mikilvægt sé að leitast við að tryggja að nýliðun haldi í við fjölda þeirra sem hætta störfum vegna aldurs. Undanfarin ár hafa ekki útskrifast nógu margir hjúkrunarfræðingar frá íslenskum háskólum til að halda í við þörfina fyrir nýliðun. Til að bæta það upp hafa verið ráðnir hjúkrunarfræðingar af erlendum uppruna. Þeir eru nú um 7% af starfandi hjúkrunarfræðingum á Landspítala og eru mjög mikilvægir fyrir starfsemi spítalans. Runólfur telur líka að horfa þurfi út fyrir rammann til að finna leiðir til að uppfylla þarfir heilbrigðiskerfisins fyrir mannafla og að liður í því geti verið að endurskoða hlutverk hjúkrunarfræðinga þannig að þekking þeirra og færni sé nýtt á sem markvissastan hátt. Það sé vaxandi þörf fyrir hjúkrunarfræðinga sem búa yfir klínískri færni á sérhæfðum sviðum og að því þurfi að skapa aukin tækifæri til framhaldsmenntunar og/eða starfsþróunar. Námsframboð þurfi að vera fjölbreytt, t.d. sé meistaranám ekki fyrir alla, það þurfi einnig að vera leiðir til að veita hjúkrunarfræðingum viðurkenningu fyrir framúrskarandi klíníska færni. „Innviði kennslu á spítalanum þarf að endurskoða. Til dæmis þarf að koma á stöðu kennslustjóra í hjúkrun. Framhaldsnám í klínískum greinum mætti skoða, sem gæfi réttindi í áttina að því sem við þekkjum í tilviki „nurse practitioner“ í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þá er átt við hjúkrunarfræðinga sem hafa útvíkkað starfssvið og vinna að miklu leyti sjálfstætt. Hjúkrunarfræðingar sem búa yfir slíkri færni gætu nýst okkur vel á Landspítala, t.d. á sykursýkigöngudeildinni,“ segir Runólfur. „Landspítali þarf meira starfsfólk en mönnun heilbrigðisþjónustunnar er í raun risastórt samvinnuverkefni heilbrigðisstofnana, háskóla, stéttarfélaga og yfirvalda. Markmiðið er að nýta mannaflann og þekkinguna markvisst og vel.“ „Landspítali þarf meira starfsfólk en mönnun heilbrigðis- þjónustunnar er í raun risastórt samvinnuverkefni heilbrigðis- stofnana, háskóla, stéttarfélaga og yfirvalda. Markmiðið er að nýta mannaflann og þekkinguna markvisst og vel. Reynt er að skilgreina ákjósanleg mönnunarviðmið en það getur verið erfitt að finna út raunverulega þörf fyrir mönnun hinna ýmsu eininga. Ýmislegt er notað til viðmiðunar, t.d. hjúkrunarþyngdarmælingar. Bráðleikinn er þó erfiðastur viðureignar að mínu mati.“ Kannski er flaggskipið Landspítali ekki alveg af nýjustu gerð en viðhaldið hefur verið jafnt og þétt í bráðum 100 ár og ýmsar nýjungar teknar upp eftir því sem efni og ástæður hafa leyft. Forstjórinn treystir á sterka og samhenta áhöfn, skýrt hlutverk spítalans og viðunandi starfsumhverfi til að takast á við alls kyns sjólag og áður ókannaðar slóðir í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.