Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 58
56 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 mat og meðferð einkenna, vegna meðferðar við lok lífs eða vegna erfiðleika í samskiptum. Á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur teymi Heimahlynningar séð um sambærilega ráðgjöf til hjúkrunarfræðinga, bæði innan spítalans og til annarra stofnana á svæðinu, en þar er unnið að því að stofna líknarráðgjafarteymi. Líknarmiðstöð á Landspítala og SAk Í fyrrnefndri aðgerðaráætlun er lagt til að líknar- miðstöð sé starfrækt á báðum sérgreinasjúkrahúsum landsins þ.e. á Landspítala og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Skilgreining á líknarmiðstöð er að það sé þekkingareining sem rekin er á sérgreinasjúkrahúsum og starfi í nánum tengslum við líknardeildir. Slíkri líknarmiðstöð er ætlað að veita ráðgjöf til þjónustuveitenda um allt land, stuðning, fræðslu og þjálfun. Fyrirhugað skipulag líknarmiðstöðvar er að þar sé aðgangur að líknarráðgjafarteymi, sérhæfðri líknardeild, heimaþjónustu og göngudeild. Í kjölfar aðgerðaráætlunarinnar var líknarmiðstöð Landspítala stofnuð á vormánuðum 2021 og hefur aðsetur í húsnæði líknardeildarinnar í Kópavogi. Að baki miðstöðinni er sérhæfð líknarþjónusta Landspítala: legudeild, líknarráðgjaftarteymi, HERA og göngudeild líknarlækna og hjúkrunarfræðinga líknarráðgjafarteymis. Snemma árs 2022 hófst svo vinna við stofnun líknarmiðstöðvar við Sjúkrahúsið á Akureyri sem er í mótun, unnið er að því að koma þar af stað líknarráðgjafarteymi. Það er gert í samvinnu við Heimahlynningu SAk sem er sérhæfð líknar- og lífslokaþjónusta í heimahúsum. Líknarmiðstöðvum Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri er m.a. ætlað að stuðla að samhæfingu líknarþjónustu á landsvísu og auðvelda aðgengi heilbrigðisstarfsfólks að fræðslu og sérfræðiráðgjöf. Líknardeild og líknarrými Ein sérhæfð líknardeild er starfrækt á Íslandi og er hún staðsett í Kópavogi. Almenn níu rúma líknardeild aldraðra er á Landakoti en hún er sérstaklega ætluð einstaklingum sem eru á síðustu vikum lífs síns. Samkvæmt stefnu stjórnavalda er stefnt að fjölgun líknarrýma á landsvísu, svo allir landsmenn hafi aðgang að þeim sem næst sinni heimabyggð. Á Selfossi hafa fjögur almenn líknarrými nýlega verið opnuð og þar leggjast inn sjúklingar með sjúkdóma á lokastigi sem metið er að eigi innan við sex mánuði eftir ólifaða. Á sjúkrahúsinu á Akureyri hefur það verið sett í stefnumótun að opna líknarrými og hefur vinnuhópur verið stofnaður sem nú vinnur að þarfagreiningu og áætlað að þeirri vinnu ljúki í árslok 2022. Framtíðarsýn Markmiðið með stofnun líknarmiðstöðva er að hægt verði að efla og samræma líknarþjónustu á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun um allt land. Að það verði meðal annars gert með því að efla ráðgjöf og bjóða upp á fræðslu og þjálfun starfsfólks í líknarmeðferð. Þörf er á að meta fræðsluþarfir, skipuleggja ýmiss konar fræðslu og gera fræðsluefni aðgengilegt öllum fagstéttum. Einnig er þörf á að auka þekkingu og skilning almennings á líknarmeðferð. Til þess að markmiðin í aðgerðaráætluninni náist þarf m.a. víðtækt samráð og samvinnu ýmissa aðila og stofnana. Eitt er að auka þekkingu en ekki er síður mikilvægt að aðgengi skjólstæðinga að viðeigandi þjónustu sé tryggt allan sólarhringinn ef á þarf að halda. Þegar horft er til annarra landa varðandi líknarmiðstöðvar er oftast um að ræða staði þar sem veitt er hágæða líknarmeðferð, stundaðar eru rannsóknir og boðið er upp á ráðgjöf og kennslu. Einnig eru líknarmiðstöðvar oft samhæfingaraðilar varðandi líknarþjónustu. Sem dæmi má taka að í Noregi, þar sem fimm milljónir búa, má finna fjögur svokölluð Centre of Exellence for Palliative Care þar sem áhersla er á rannsóknir, kennslu og þróun líknarþjónustu fyrir ákveðin svæði í samstarfi við fagfólk úr nærumhverfi sjúklinga. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda er m.a. lagt upp með að efla eigi þekkingu fagstétta og almennings á líknarmeðferð og líknarþjónustu til skjólstæðinga á stofnunum og í heimahúsum til að bæta lífsgæði þeirra. Framtíðarsýnin er að allir þeir einstaklingar sem hafa alvarlega sjúkdóma njóti sem bestra lífsgæða og fái umönnun og meðferð sem er í takti við markmið þeirra og óskir. Svandís Íris Hálfdánardóttir Dóra Björk Jóhannsdóttir Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.