Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 76
74 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Engar vísbendingar eru um að hjúkrunarfræðingar séu að færast úr klínískum störfum eða um að þeir séu að færast úr vaktavinnu í dagvinnu umfram það sem ætla mætti með aukinni starfsemi á dag- og göngudeildum. Í raun mætti færa rök fyrir því að fjölgun hjúkrunarfræðinga í dagvinnu hefði þurft að vera meiri til að mæta vaxandi starfi á dag- og göngudeildum. Fækkun stjórnenda í hjúkrun hefur auk þess verið mjög mikil og færa má rök fyrir því að það sé óheppileg þróun þar sem stjórnendur í hjúkrun hafa almennt mjög stóra stjórnunarspönn og sinna flóknum verkefnum, margir hverjir allan sólarhringinn, 365 daga á ári. Meðaltalsstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga lækkaði á árunum 2004-2019 en mikilvægt er að greina þessa þróun frekar í kjölfarið á styttingu vinnuvikunnar. Veikindafjarvistum fjölgaði frá 2015, sérstaklega vegna langtímaveikinda. Mikilvægt er að skoða þessa þróun áfram nú í kjölfar COVID-19 faraldursins. Yfirvinna hjúkrunarfræðinga hefur aukist jafnt og þétt, enda oft eina úrræðið sem stjórnendur hafa til að veita nauðsynlega þjónustu þar sem grunnmönnun gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að takast á við álagstoppa auk þess sem margar deildir eru undirmannaðar miðað við daglega starfsemi. Margt bendir til þess að mönnun hjúkrunarfræðinga á Landspítala verði veruleg áskorun á komandi árum og áratugum. Mikilvægt er að unnin verði vönduð spálíkön um þörf fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn til lengri tíma og setja fram aðgerðaáætlun um hvernig megi mæta þeirri þörf. Slík líkön verða að taka mið af rannsóknum á öryggi sjúklinga og starfsmanna. Ljóst er að fjölga þarf enn frekar þeim sem útskrifast úr námi í hjúkrunarfræði hér á landi. Í því samhengi verður þó að hafa í huga að Landspítali sem er ekki aðeins aðalsjúkrahús landsins heldur einnig eina háskólasjúkrahúsið er komið að þolmörkum hvað varðar fjölda nemenda í heilbrigðisvísindum. Til að spítalinn geti menntað fleiri nemendur þarf að styrkja innviði stofnunarinnar. Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala Beth Ulrich, Linda Cassidy, Connie Barden og Sarah A. Delgado. National Nurse Work Environments - October (2021). A Status Report. Crit Care Nurse 42 (5), 58–70. https://aacnjournals.org/ccnonline/article/42/5/58/31808/National-Nurse-Work- Environments-October-2021-A. Embætti landlæknis. (2022, 29. september). Mannafli - Health workforce. Útgefin almenn starfsleyfi 1981-2021. https://www.landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/allt- talnaefni/. Embætti landlæknis. (2020, 10. október). Hjúkrunarfræðingaskrá 12.2.2020. https://www. landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item4276. Eunhee Cho , Jeongyoung Park , Miyoung Choi , Hye Sun Lee og Eun-Young Kim (2018). Associations of Nurse Staffing and Education With the Length of Stay of Surgical Patients. J Nurs Scholarsh 50(2),210-218. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29266711/. Hagstofa Íslands. (2022 1. október). Lykiltölur mannfjöldans 1703-2022. https://px.hagstofa. is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__1_yfirlit__Yfirlit_mannfjolda/MAN00000.px/ table/tableViewLayout1/?rxid=effdfc08-ad4b-4254-a10d-28463ab697ca. Hagstofa Íslands. (2022 1. október). Mannfjöldi eftir kyni og aldri 1841-2022. https:// px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Ibuar/Ibuar__mannfjoldi__1_yfirlit__Yfirlit_mannfjolda/ MAN00101.px/table/tableViewLayout1/?rxid=fc8951bb-bf7d-427b-8b2d-855b78ec1aa9. Institute of Medicine (US), Committee on the Robert Wood Johnson Foundation. (2011). The Future of Nursing. National Academies Press (US). https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/ NBK209880/. Karen B Lasater, Michael R Richards, Nikila B Dandapani, Lawton R Burns, og Matthew D McHugh (2019). Magnet Hospital Recognition in Hospital Systems Over Time. Health Care Manage Rev. Jan-Mar, 44(1), 19–29. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/ PMC5729072/. HEIMILDIR Vinna þarf að því með öllum ráðum að bæta starfsumhverfi og kjör þannig að auka megi festu hjúkrunarfræðinga og samstarfsstétta þeirra í starfi. Styrkja þarf umgjörð og stjórnun í hjúkrun en veruleg fækkun stjórnenda í hjúkrun á undanförnum árum hefur án vafa haft áhrif á starfsumhverfi á Landspítala. Þetta þarf að skoða mjög vandlega og nú þegar boðaðar eru skipuritsbreytingar á Landspítala er tækifæri til að styrkja umgjörð í stjórnun hjúkrunar á spítalanum. Stefna mætti að Magnet-vottun en fjöldi rannsókna hefur sýnt að sjúkrahúsum sem uppfylla gæðastaðla Magnet laða frekar til sín hjúkrunarfræðinga og annað heilbrigðisstarfsfólk, þeim helst betur á starfsfólki, starfsánægja er meiri, öryggi sjúklinga er meira og hagkvæmni í rekstri er meiri (Karen B Lasater og félagar,2019; Odessa Petit Dit Dariel og Jean-Phillipe Regnaux, 2015; UC Davis Health Medical Center, 2022) . Vinna þarf að frekari tækniþróun og bættri stoðþjónustu svo tryggja megi að þekking og færni hjúkrunarfræðinga nýtist til fullnustu. Mjög margt er ósótt í íslenskri heilbrigðisþjónustu í því að nýta tækni og hugbúnað til að styðja við störf hjúkrunarfræðinga. Eins er mikilvægt að haldið verði áfram þeirri vinnu sem unnin hefur verið á Landspítala við að bæta stoðþjónustu t.d. lyfjaþjónustu og birgðahald svo eitthvað sé nefnt. Sífelld endurskoðun og þróun á teymisvinnu þarf að halda áfram með bætta þjónustu, öryggi sjúklinga og nýtingu þekkingar, færni heilbrigðisstarfsfólks og hagkvæmni sé haft að leiðarljósi. Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi mun halda áfram að aukast á næstu árum og áratugum. Þeirri þörf verður ekki mætt nema með öflugum flota hjúkrunarfræðinga sem eru vel menntaðir, starfa í góðu starfsumhverfi og með ásættanleg kjör. Hjúkrunarfræðingar eru grunnstoð heilbrigðiskerfisins og þurfa að hafa aðkomu að því hvernig það er þróað og mótað. Loredana Sasso, Annamaria Bagnasco, Gianluca Catania, Milko Zanini, Giuseppe Aleo og Roger Watson (2019). Push and pull factors of nurses’ intention to leave. Journal of Nursing Management, 07 January 2019. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/jonm.12745. Mary K. Wakefield, David R. Williams, Suzanne Le Menestrel og Jennifer Lalitha Flaubert (ritstj.). (2021). Front Matter | The Future of Nursing 2020-2030: Charting a Path to Achieve Health Equity. National Academy of Medicine; National Academies of Sciences, Engineering, and Medicine; Committee on the Future of Nursing 2020–2030. https://nap. nationalacademies.org/catalog/25982/the-future-of-nursing-2020-2030-charting-a-path-to. Odessa Petit Dit Dariel og Jean-Phillipe Regnaux. (2015). Do Magnet®-accredited hospitals show improvements in nurse and patient outcomes compared to non-Magnet hospitals: a systematic review JBI Database System. Rev Implement Rep. 2015 Jul 17, 13(6),168-219. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26455752/. Ríkisendurskoðun. (2017). Hjúkrunarfræðingar. Mönnun, menntun og starfsumhverfi. https:// www.rikisend.is/reskjol/files/Skyrslur/2017hjukrunarfraedingar_Monnun_menntun_og_ starfsumhverfi.pdf. Rodríguez-García, M.C., Márquez-Hernández,V.V., Belmonte-García, T., Gutiérrez-Puertas, L og Granados-Gámez, G. (2020). How Magnet Hospital Status Affects Nurses, Patients, and Organizations: A Systematic Review. AJN, 120 ( 7), 28-38. UC Davis Health Medical Center. (2022 2. október). Frequently asked questions about Magnet. https://health.ucdavis.edu/nurse/magnet/faq.html. World Health Organization. (6. apríl 2020). State of the world’s nursing 2020: investing in education, jobs and leadership (who.int). https://www.who.int/publications/i/ item/9789240003279.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.