Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 57
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 55 Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi sem stuðlar að sem bestum lífsgæðum viðkomandi, óháð sjúkdómsgreiningu eða sjúkdómsstigi. Starfsfólk á öllum heilbrigðisstofnunum landsins sinnir því almennri líknarmeðferð í starfi. Sérhæfð líknarmeðferð hefur sömu markmið og almenn líknarmeðferð en hefur yfir fleiri úrræðum að ráða til að ná þessum markmiðum. Í sérhæfðri líknarmeðferð er megináherslan á að sinna sjúklingum með versnandi sjúkdóma og erfiðum, fjölþættum og flóknum einkennum af ýmsum toga. Það starfsfólk sem vinnur í sérhæfðri líknarþjónustu vinnur nær eingöngu með þessum hópi skjólstæðinga og hefur oft aflað sér aukinnar menntunnar á þessu sviði og býr yfir víðtækri reynslu og þekkingu. Fjórir sérfræðingar í líknarhjúkrun starfa nú innan sérhæfðrar líknarþjónustu Landspítala, einn í HERU (sérhæfðri líknar-heimaþjónusta Landspítala), einn á líknardeild og tveir í líknarráðgjafarteyminu. Framhaldsnám í krabbameins- og líknarhjúkrun er kennt við HA og HÍ. Báðir háskólarnir bjóða upp á meistara-nám auk doktorsnáms. Nokkrir læknar hafa lokið samnorrænu sérfræðinámi í líknarlækningum en árið 2015 voru líknarlækningar viðurkennd sem undirsérgrein í sérfræðilækningum hér á Íslandi. Sérhæfð líknarþjónusta á Íslandi Uppbygging sérhæfðrar líknarþjónustu hófst ekki fyrr en á níunda áratug síðustu aldar hér á Íslandi. Heimahlynning Krabbameinsfélag Íslands hóf störf 1987 og var starfrækt til ársins 2006 en þá flutti starfsemin á Landspítalann og varð að Heimahlynningu Landspítala. Heimahlynning á Akureyri hóf svo störf 1992 og hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustan Karítas árið 1994. Í dag eru Heimahlynning Landspítala og Karítas sameinaðar; HERA er sérhæfð líknarþjónusta (Heima-Eftirlit- Ráðgjöf-Aðstoð). Líknarráðgjafarteymi Landspítala var stofnað 1997 og líknardeild Landspítala árið 1999. Líknarlæknar og hjúkrunarfræðingar líknarráðgjafarteymis sinna einnig sjúklingum á göngudeild spítalans. Heimahlynning á Akureyri hefur verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri síðan árið 2019. Starfsfólk sérhæfðrar líknarþjónustu hefur í gegnum árin sinnt skjólstæðingum og fjölskyldum þeirra, innan sem utan sjúkrahúsa, veitt starfsfólki ráðgjöf, sinnt fræðslu sem og kennslu og starfsþjálfun nema í hinum ýmsu heilbrigðisgreinum. Einnig hefur starfsfólk tekið þátt í og sinnt rannsóknum og þróunarvinnu. Aðgerðaráætlun Árið 2021 birti heilbrigðisráðuneytið fimm ára aðgerðaráætlun varðandi líknarþjónustu á Íslandi. Þar er birt sú stefna að bæta aðgengi allra landsmanna að líknarþjónustu með því að samræma og samhæfa líknarþjónustu á landsvísu. Aðgerðaráætlunin er byggð á tveimur skýrslum sem áður höfðu verið unnar: Samþætting líknar- og lífslokameðferðar: Norðlenska líkanið og skýrslu um Framtíðarskipan líknarþjónustu á Íslandi – með sérstakri áherslu á höfuðborgarsvæðið, Suðurnes, Vesturland og Suðurland. Það er ánægjulegt að aðgerðaráætlun varðandi líknarþjónustu hér á landi sé fyrir hendi en starfsfólk í sérhæfðri líknarþjónustu hefur lengi kallað eftir slíkri áætlun. Í aðgerðaráætluninni eru lagðar til aðgerðir til að efla og byggja upp líknarþjónustu á sérgreinasjúkrahúsum og einnig á hjúkrunarheimilum og í þjónustu við fólk í heimahúsum. Við gerð þessarar áætlunar voru höfð til hliðsjónar fyrirmæli WHO um að líknarmeðferð skuli vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu aðildarríkja WHO. Aðgerðaráætlun stjórnvalda setur líknarþjónustu í brennidepil þar sem mikilvægi líknarmeðferðar er viðurkennd og efling hennar forgangsverkefni sjúklingum og fjölskyldum þeirra til góða. Þar er lögð áhersla á aðgengi að þjónustu, stuðning og eflingu þekkingar sem og að tryggja þurfi gæði líknarþjónustu á stofnunum og í heimahúsum. Aðgengi og efling þekkingar Í aðgerðaráætluninni er meðal annars lagt upp með að auka eigi aðgengi fagfólks að sérfræðiþekkingu á líknarmeðferð og vinna að því að efla þekkingu fagfólks á líknarmeðferð, bæði á stofnunum og í heimahjúkrun. Áætlunin miðar líka að því að sérhæfð líknarmeðferð standi öllum sjúklingahópum til boða og að tryggja eigi gæði líknarþjónustu á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Þó að vel sé gert þegar líknarmeðferð er veitt skjólstæðingum víða um land, má alltaf betur gera og fagfólk hefur sýnt vilja til eflingar líknarþjónustu enn frekar. Í áætluninni er gert ráð fyrir að sérgreinasjúkrahús landsins, sem eru Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri verði ráðgefandi og leiðandi í samhæfingu þessarar þjónustu á landsvísu. Í dag er hægt að fá sérhæfða líknarráðgjöf hjá líknar- ráðgjafarteymi Landspítala. Slík ráðgjöf getur meðal annars falið í sér ráðgjöf til heilbrigðisstarfsfólks við „ Aðgerðaráætlun stjórnvalda setur líknarþjónustu í brennidepil þar sem mikilvægi líknarmeðferðar er viðurkennd og efling hennar forgangsverkefni sjúklingum og fjölskyldum þeirra til góða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.