Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 17
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Viðtal Skipulagsbreytingar sem eiga að styrkja starfsemina á fjórum vígstöðvum Komið hefur fram á opinberum vettvangi að Runólfur hyggi á skipulagsbreytingar og stjórnarformaður spítalans, Björn Zoëga, hefur talað opinberlega um að það þurfi að fækka millistjórnendum. Hingað til hafa fyrirhugaðar breytingar ekki verið skýrðar nánar. „Það hefur verið í bígerð“, segir hann. „Ég er búinn að vera forstjóri í um hálft ár en það eru ekki nema tveir mánuðir síðan stjórnin var skipuð. Endurskoðun á stjórnskipulagi getur ekki farið fram nema í samráði við stjórn. Það þarf að færa ábyrgð og ákvörðunarvald framar, nær klínikinni þar sem kjarnastarfið er unnið, og draga úr miðstýringu.“ Runólfur segist vona að geta upplýst um skipulagsbreytingar innan fárra vikna. Hugmyndirnar sem unnið er með ganga út á að styrkja starfsemina á fjórum vígstöðvum: 1. Bráðaþjónusta – Það þarf að styrkja bráðaþjónustuna, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þannig að Landspítalinn geti sinnt öllum bráðveikum sem þurfa á sjúkrahúsþjónustu og sérfræðiþekkingu spítalans að halda. 2. Skurðþjónusta – Bið eftir skurðaðgerðum er óviðunandi og það þarf að endurskoða skipulag skurðþjónustu til að bæta úr því. 3. Göngu- og dagdeildarþjónusta – Auka þarf samhæfingu og efla stafvæðingu og nýtingu snjalllausna. Með stafvæðingu er átt við þróun stafrænna lausna og þjónustu sem veitt er á netinu, líkt og netbanki. Slíkar lausnir geta bæði verið gagnlegar við stýringu starfseminnar, m.a. nýtingu aðstöðu og starfsfólks, og í þjónustu við sjúklinga, m.a. fjarþjónustu og fjarvöktun. 4. Öldrunarþjónusta – Endurskoða þarf hlutverk Landspítala í heilbrigðisþjónustu við aldraða og skýra verkaskiptingu innan heilbrigðiskerfisins svo hægt sé að sinna vaxandi þörf fyrir öldrunarþjónustu. „Með Covid-heimsfaraldrinum kom glöggt í ljós hvað Landspítalinn býr yfir sterku liði þegar á reynir og það tekst að stilla saman strengina. Eftir mestu annirnar höfum við þó aðeins misst taktinn en vonandi náum við honum fljótt aftur, …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.