Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 68
66 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala KRISTLAUG HELGA JÓNASDÓTTIR hjúkrunar- og heilsuhagfræðingur MS, hagdeild, Landspítala. ELÍSABET GUÐMUNDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur MS, verkefnastjóri Hagdeild Landspítala SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur PhD Forstöðumaður Rannsókna og skráningaseturs Krabbameinsfélags Íslands, forstöðumaður fræðasviðs í krabbameinshjúkrun á Landspítala og prófessor við Háskóla Íslands Starfaði sem framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalana 2012-2022 Höfundar Þessi grein er fyrri grein af tveimur um þróun mönnunar og starfsumhverfis hjúkrunarfræðinga á Landspítala á 15 ára tímabili frá 2005 til 2019. Í þessari fyrri grein er áherslan á hvernig þróun nýliðunar og brottfalls úr starfi hefur verið og hvernig horfur til framtíðar eru. Í seinni greininni, sem birtist í næsta blaði, verður starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga á Landspítala skoðað nánar með tilliti til þess hvernig breytingar á starfsemi og sjúklingahópnum hafa haft áhrif á mönnunarþörf. Lögð er sérstök áhersla á að skýra og svara fullyrðingum sem gjarnan er haldið á lofti þegar mönnun í hjúkrun er til umræðu. Ástæður þess að greiningin nær aðeins til 2019 eru fyrst og fremst tvær. Sú fyrri er sú að aðstæður voru mjög óvenjulegar á árunum 2020, 2021 og inn á árið 2022 vegna COVID-19 faraldursins og höfðu mikil áhrif á mannafla í hjúkrun. Sú seinni eru þær umfangsmiklu breytingar sem urðu á mannafla í hjúkrun við styttingu vinnuvikunnar sem gerir samanburð við fyrri ár flókinn. Mikilvægt er að greining á þeim breytingum á mönnun sem áttu sér stað, og eiga enn, í kjölfar þessara kerfisbreytinga fari fram síðar. Við munum þó leitast við að kynna í greininni nýrri gögn þar sem það er mögulegt og á við. Á Landspítala hefur mönnun hjúkrunarfræðinga lengi verið áskorun eins og víðast hvar í vestrænum heimi. Í byrjun september 2022 voru um 1.800 hjúkrunarfræðingar sem tilheyrðu Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga með ráðningu á Landspítala, sem er um helmingur allra starfandi hjúkrunarfræðinga á landinu. Hér eru taldir allir hjúkrunarfræðingar sem fá greidd laun á Landspítala þar með talið í launalausu leyfi, launalausum langtímaveikindum, barnsburðarleyfi eða foreldraorlofi. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala koma frá 24 þjóðlöndum og eru um 8,7% af öðru þjóðerni en íslensku. Hlutfall hjúkrunarfræðinga á Landspítala sem eru 65 ára og eldri er í dag 7,4% eða 133 einstaklingar. Sífellt fleiri rannsóknir styðja hversu mikilvægt það er að hjúkrunarmönnun sé í takt við þarfir þess sjúklingahóps sem er til meðferðar á hverjum tíma. Fullnægjandi mönnun hjúkrunarfræðinga er þannig tengd öryggi sjúklinga, gæðum þjónustunnar, árangri meðferða, lengd legutíma en einnig starfsánægju, starfsmannaveltu og kostnaði. (Beth Ulrich og félagar 2021; Eunhee Cho og félagar, 2018; Loredana Sasso og félagar, 2019). Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala Ef ekkert verður að gert mun skortur á hjúkrunarfræðingum á Íslandi aukast enn frekar á næstu árum og áratugum þar sem nýliðun er ekki nægjanleg til að mæta starfslokum vegna aldurs, hvað þá til þess að mæta sívaxandi þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna, fjölgun aldraðra og langveikra og mögulegrar fjölgunar ferðamanna. Grípa þarf til aðgerða á landsvísu sem miða að því að auka fjölda þeirra hjúkrunarfræðinga sem ljúka námi, bæta móttöku og stuðning við hjúkrunarfræðinga með erlent ríkisfang og stórbæta starfsaðstæður og kjör starfandi hjúkrunarfræðinga til að draga úr ótímabæru brottfalli úr stéttinni. Hægt er að horfa til tilmæla og aðgerða annarra, svo sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og fleiri sem leiðbeinandi aðila í þeirri vinnu ( Institute of Medicine (US), 2011; National Academy of Medicine, 2021; Rodríguez-García, M.C. og félagar 2020; World Health Organization, 2021).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.