Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 89

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 89
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 87 Eldri Íslendingum fjölgar jafnt og þétt, enda eru lífslíkur hér með þeim mestu sem þekkist í Evrópu (Hagstofa Íslands, 2021). Samkvæmt spám Hagstofunnar mun þessi þróun halda áfram þannig að árið 2039 verði 20% landsmanna orðin 65 ára eða eldri og yfir 25% árið 2057 (Hagstofa Íslands, 2018). Þótt heilsa á efri árum geti verið góð þá er það svo að með hækkandi aldri aukast líkur á því að einstaklingar þurfi að glíma við heilsubrest og færniskerðingar og þurfi á heildrænni og einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu að halda (Banerjee, 2015). Hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk þarf því að hafa aðgang að fjölbreyttu safni af stöðluðum mælitækjum sem gerir þeim kleift að meta ástand skjólstæðinga sinna og veita viðhlítandi þjónustu í kjölfarið. Við val á mælitækjum sem henta í öldrunarþjónustu og rannsóknum þarf að vanda til verka og mikilvægur gæðastimpill er að þau séu stöðluð (Guðrún Pálmadóttir, 2013). Samkvæmt lýsingu Finch og félaga (2002) eiga stöðluð mælitæki það sameiginlegt að vera hönnuð með ákveðinn tilgang í huga og fyrir ákveðinn hóp einstaklinga. Stöðluðu mælitæki fylgja nákvæmar leiðbeiningar um hvernig það er lagt fyrir, hvernig stigagjöf fer fram og hvernig á að túlka stigin og því fylgja niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að það hafi viðeigandi próffræðilega eiginleika, áreiðanleika og réttmæti. Ef mælitæki er áreiðanlegt segir það til um að endurtaka megi mælinguna og fá sambærilega niðurstöðu svo lengi sem engin raunveruleg breyting hafi átt sér stað á því fyrirbæri sem átti að meta (Portney 2020; Koo og Li, 2016). Önnur tegund áreiðanleika, svokallaður innri áreiðanleiki, sýnir hversu vel einstök atriði eða spurningar mælitækis endurspegla heildarútkomuna (Portney, 2020). Réttmæti mælitækis gefur aftur á móti upplýsingar um hvort mælitækið sé í raun að meta það fyrirbæri sem því er ætlað að meta (Portney og Gross, 2020a). Þótt ríkjandi kenningar sem leiða hjúkrunarferlið stýri því hvað telst mikilvægt að meta, þá er veigamikið að hjúkrunarfræðingar geti treyst þeim mælitækjum sem verða fyrir valinu (Reynolds, 2017). Gæði mælitækjanna sem notuð eru á fyrsta þrepi hjúkrunarferlisins þar sem gagnasöfnun og grunnmat fer fram og síðan aftur á fimmta þrepinu þar sem árangursmat á sér stað eru afar mikilvæg enda byggir greining hjúkrunarfræðingsins á vandanum, skipulagning á íhlutun og framkvæmd hennar á því að upplýsingarnar sem unnið er með séu meðal annars sem áreiðanlegastar. Flest þeirra stöðluðu mælitækja sem notuð eru af hjúkrunarfræðingum í öldrunarþjónustu og rannsóknum á Íslandi eiga uppruna sinn í öðrum löndum en hafa verið þýdd yfir á íslensku og staðfærð. Á meðal þeirra eru eftirtalin mælitæki sem hafa verið notuð þverfaglega til að meta margvíslegar hliðar heilsu og færni á efri árum; Tímamælt „upp og gakk“ (TUG) (e. Timed Up and Go [TUG]) (Podsiadlo og Richardson, 1991), Efri árin, mat á færni og fötlun – athafnahluti (MFF-athafnir) (e. Late-Life Function and Disability Instrument – function component) (Haley o.fl., 2002), Efri árin, mat á færni og fötlun – þátttökuhluti (MFF-þátttaka) (e. Late-Life Function and Disability Instrument–disability component) (Jette, Haley, Coster o.fl., 2002), Mat á líkamsvirkni aldraðra (MLA) (e. The Physical Activity Scale for the Elderly [PASE]) INNGANGUR BERGLJÓT PÉTURSDÓTTIR sjúkraþjálfari, Stígandi sjúkraþjálfun, Reykjavík; Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild, Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands ELÍN DÍANNA GUNNARSDÓTTIR aðstoðarrektor og sálfræðingur, Háskólanum á Akureyri SÓLVEIG ÁSA ÁRNADÓTTIR prófessor, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild, Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima Ritrýnd grein | Peer review Höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.