Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 18
16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Álagið of mikið við núverandi aðstæður Hvað mannafla varðar er Runólfi umhugað um starfsumhverfið á spítalanum og telur hann að þar megi gera mun betur en nú er gert. Þó að vinna á Landspítala hafi löngum haft sitt aðdráttarafl sé álag á starfsfólki einfaldlega of mikið við núverandi aðstæður. Álag á bráðamóttöku hefur t.d. verið áberandi í fjölmiðlaumræðu undanfarin ár. Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur hætt störfum og einstaklingar innan þeirra raða, auk lækna, lýst óviðunandi vinnuaðstæðum og miklum áhyggjum af öryggi sjúklinga. „Staðreyndin er að fólk þarf þjónustu og henni verðum við að sinna. Verkefnin eru einfaldlega fleiri en gert hefur verið ráð fyrir. Birtingarmyndin er langvarandi álag á bráðamóttöku og víðar á spítalanum, fjölgun innlagna, m.a. vegna hærri meðalaldurs landsmanna og langur biðtími aldraðra í bráðalegurýmum eftir því að komast á hjúkrunarheimili eða í endurhæfingu að lokinni meðferð við bráðum kvilla eða í kjölfar skurðaðgerðar. Að ógleymdum ferðamönnum sem þurfa þjónustu en þeir eru miklu fleiri en reiknað hefur verið með,“ segir Runólfur. „Mannekla er alheimsvandamál í heilbrigðisþjónustu en við þurfum að gæta þess að gera Landspítala að aðlaðandi vinnustað“. Lausnir til að tryggja öryggi sjúklinga og gera starfsumhverfið meira aðlaðandi Þá er stóra spurningin hvaða lausnir forstjórinn sér fyrir sér svo að starfsumhverfi á Landspítala verði aðlaðandi og öryggi sjúklinga tryggt. Hann nefnir ýmislegt sem þegar hefur verið gripið til og annað sem er í umræðunni að þurfi að gera. Hingað til hefur verið reynt að bregðast við með því að milda álag með ýmsu móti á spítalanum, t.d. með opnun bráðadagdeildar lyflækninga og yfirlögnum á legudeildir sem skapar þrýsting á að útskrifa sjúklinga fyrr en ella til síns heima. Það verður þó að fara varlega í sakirnar því það getur haft slæmar afleiðingar ef fólki er ýtt of fljótt út af sjúkrahúsinu. Í stærri samfélögum erlendis gefast fleiri möguleikar til að dreifa álagi í bráðaþjónustu, t.d. þar sem eru fleiri spítalar innan sömu borgar eða svæðis. Með aukinni stoðþjónustu er reynt að tryggja að heilbrigðis- starfsmenn geti einbeitt sér að verkefnum þar sem þekking þeirra og reynsla nýtist best. Nefna má ýmis verkefni sem hjúkrunarfræðingar hafa annast, t.d. í tengslum við lyf og birgðahald, hluta þeirra geta aðrir starfsmenn sinnt. Stýra þarf aðflæði að þjónustu Landspítala betur. Það þarf að meta og skilgreina verkefni sem þurfa aðkomu spítalans og hvaða verkefni hægt er að leysa á öðrum vettvangi. Það þarf að gera með samvinnu og samþættingu þjónustu margra stofnana; bráðaþjónustu Landspítala, heilsugæslu, einkarekinna lækningamiðstöðva, heimaþjónustu og hjúkrunarheimila. Á liðnu sumri starfaði viðbragðsteymi bráðaþjónustu á vegum heilbrigðisráðherra til að tryggja fullnægjandi og örugga bráðaþjónustu í landinu yfir sumarmánuðina þegar mannekla ágerðist vegna orlofs starfsfólks. Hlutverk þess var að útfæra tillögur og tímasetja áætlun um aðgerðir til að takast á við þetta verkefni, fylgja eftir framkvæmd þess og tryggja virkt samstarf milli fjölmargra stofnana sem málið varðar. Verkefnið sneri fyrst og fremst að því að leysa brýnan vanda síðastliðið sumar en vinna við að þróa bráðaþjónustu mun halda áfram á vettvangi heilbrigðisráðuneytisins. Fyrirkomulag bráðaþjónustu hefur að mati Runólfs þróast lítið undanfarna áratugi þrátt fyrir mikla fjölgun fólks á höfuðborgarsvæðinu og eru ýmsar hugmyndir um breytingar til umræðu. „Kannski væri hægt að hafa eina til tvær miðstöðvar í borginni sem veita bráðaþjónustu vegna smáslysa og fremur vægra veikinda og annarra aðkallandi vandamála þar sem völ væri á einföldum rannsóknum, m.a. myndrannsóknum. Þar væri opið fram á kvöld og um helgar. Þetta yrði umfangsmeiri og skilvirkari þjónusta en veitt er á Læknavaktinni,“ segir hann. „Rekstrarformið skiptir ekki máli að mínu mati, aðalatriðið er að bjóða upp á betra aðgengi að bráðaþjónustu á viðeigandi þjónustustigi. Það þarf að taka mið af þörfum samfélagsins sem eru sífellt að breytast. Það hefur ekki verið gert nægilega mikið hingað til.“ Viðtal „Það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt því spítalinn ræður ekki við hvort tveggja að óbreyttu til lengri tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.