Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 94

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 94
92 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Mælitæki fyrir eldra fólk – próffræði Niðurstöður þessarar rannsóknar varpa nýju og mikilvægu ljósi á áreiðanleika endurtekinna mælinga, innri áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti íslenskra þýðinga mælitækjanna TUG, MFF-athafna, MFF-þátttöku, MLA, A-Ö jafnvægiskvarða, MMSE og GDS. Í heildina reyndust próffræðilegir eiginleikar mælitækjanna (áreiðanleiki endurtekinna mælinga, innri áreiðanleiki, hugsmíðaréttmæti) sambærilegir því sem komið hefur fram í rannsóknum á upprunalegum og öðrum erlendum útgáfum af mælitækjunum. MFF-athafnir sýndu að jafnaði sterkustu próffræðilegu eiginleikana en MMSE þá slökustu. TUG, A-Ö jafnvægiskvarðinn, MFF-þátttaka, GDS og MLA reyndust hafa ásættanlega eða góða próffræðilega eiginleika. Frammistöðuprófið TUG sýndi góðan áreiðanleika endur- tekinna mælinga sem styður það sem komið hefur fram í öðrum rannsóknum þar sem sambærilegri aðferðafræði hefur verið beitt (Rydwik o.fl., 2011). Hér er mikilvægt að minna á að rannsóknargögnin byggðu á mælingum tveggja matsmanna, með nokkurra daga millibili og í heimahúsi þátttakanda. Þótt matsmennirnir hafi fengið samræmda þjálfun í fyrirlögn TUG og hafi ferðast milli heimila þátttakenda með sama búnað til mælinga, þá má búast við meiri breytileika í slíkum aðstæðum heldur en þegar sami matsmaður mælir tvisvar og í stöðluðu rannsóknarrými. Mögulega endurspegla niðurstöðurnar því það sem búast má við í raunverulegum aðstæðum og renna styrkum stoðum undir notagildi TUG í öldrunarþjónustu í heimahúsum. Fylgni TUG við A-Ö jafnvægiskvarða og MFF- athafnir var sterk og styður við hugsmíðaréttmæti TUG, en þeir sem mældust með betri grunnhreyfifærni samkvæmt TUG voru að jafnaði öruggari um að geta haldið jafnvægi og lýstu síður erfiðleikum í athöfnum daglegs lífs. Það sama má segja um niðurstöður sem byggðu á aðferð þekktra hópa þar sem TUG greindi á milli þeirra sem notuðu og notuðu ekki gönguhjálpartæki líkt og sýnt hefur verið fram á í enskri útgáfu mælitækisins (Brooks o.fl., 2006). TUG greindi einnig á milli þeirra sem voru með eða án sögu um byltu. Sá eiginleiki TUG er afar mikilvægur og skýrir meðal annars útbreiðslu prófsins um allan heim og hvers vegna það er eitt af lykilmælitækjum sem mælt hefur verið með að heilbrigðisstarfsfólk noti í tengslum við byltuvarnir fyrir eldri einstaklinga (CDC – Centers for Disease Control and Prevention, 2021). Áreiðanleiki endurtekinna mælinga var mjög góður fyrir MFF-athafnir, og sambærilegur við rannsóknir á upprunalegri útgáfu mælitækisins (Haley o.fl., 2002) og sænskri þýðingu þess (Roaldsen o.fl., 2014). Þessi stöðugleiki gefur hjúkrunar- fræðingi tækifæri til að nota mælitækið til að fylgjast með líkamlegri færni skjólstæðings yfir tíma og bregðast við breytingum á færni hans með viðeigandi íhlutun. Innri áreiðanleiki MFF-athafna var einnig góður fyrir alla kvarðana sem tilheyra mælitækinu þótt hann hafi til dæmis mælst hærri í sænskri þýðingu listans (Roaldsen o.fl., 2014). Í MFF- athöfnum leggja einstaklingar mat á færni sína í margvíslegum athöfnum sem reyna á líkamlega getu (Haley o.fl., 2002). Því kom hugsmíðaréttmæti fram í sterkri fylgni við niðurstöður á TUG sem prófar beint líkamlega hreyfifærni (Podsiadlo og Richardson, 1991) og A-Ö jafnvægiskvarða sem endurspeglar hversu öruggur einstaklingur er við valdar athafnir sem reyna á hreyfifærni hans (Powell og Myers, 1995). Hugsmíðaréttmæti MFF-athafna birtist einnig sem meðalsterk fylgni við MLA sem UMRÆÐA metur hreyfingu í daglegu lífi, en sambærilegar niðurstöður komu fram í kanadískri rannsókn á MFF-mælitækjunum (Lapier, 2012). Það að mælitækið MFF-athafnir greindi meiri líkamlega færni hjá yngri þátttakendum miðað við þá eldri renndi enn einni stoðinni undir hugsmíðaréttmæti mælitækisins. Kvarðarnir sem tilheyra MFF-þátttöku reyndust ekki vera eins próffræðilega sterkir og þeir sem tilheyra MFF-athöfnum, sem er samhljóma erlendum rannsóknarniðurstöðum (Beauchamp o.fl., 2014). Áreiðanleiki endurtekinna mælinga og innri áreiðanleiki var þó ásættanlegur eða góður fyrir báða heildarkvarðana, MFF-tíðni þátttöku og MFF-takmörkun á þátttöku, og niðurstöður sambærilegar því sem kom fram í upphaflegri rannsókn á mælitækinu (Jette, Haley og Kooyoomjian, 2002). Sumir af undirkvörðum MFF- þátttöku byggja á fáum atriðum sem getur útskýrt óvenju lágan innri áreiðanleika þeirra (Tavakol og Dennick, 2011). Hugsmíðaréttmæti MFF-tíðni þátttöku birtist meðal annars þannig að minni þátttaka hafði miðlungssterk tengsl við meiri þunglyndiseinkenni (GDS) og minni hreyfingu í daglegu lífi (MLA). Bæði mælitækin MFF-tíðni þátttöku og MLA byggja í raun á sjálfsmati á eigin virkni og í kanadískri rannsókn kom fram sambærileg fylgni milli þessara tveggja mælitækja (Lapier, 2012). Að auki er minni samfélagsleg virkni algengur fylgifiskur þunglyndis og því er sambandið við GDS mikilvæg vísbending um gott hugsmíðaréttmæti MFF-tíðni þátttöku. Hugsmíðaréttmæti MFF-takmarkana á þátttöku birtist þannig að meiri takmarkanir á þátttöku tengdust sterklega verri líkamlegri færni (TUG og MFF-athafnir) og minni trú á því að geta haldið jafnvægi og forðast byltur í daglegu lífi (A-Ö jafnvægiskvarðinn). Hugsmíðaréttmæti beggja þátttökukvarðanna kom einnig fram þar sem þeir staðfestu hugmyndir um minni tíðni þátttöku og meiri takmarkanir á þátttöku hjá eldri aldurshópi (75 ára og eldri) miðað við þá sem eru á aldursbilinu 65-74 ára. MLA var með ásættanlegan áreiðanleika endurtekinna mælinga en staðalvilla mælinganna var hlutfallslega mjög há sem bendir til ákveðins óstöðugleika í mælingunum. Ef tekið er mið af fyrirbærum eins og líkamlegri færni er dagleg hreyfing í eðli sínu óstöðug. Þegar einstaklingur svarar MLA með viku millibili er því afar ólíklegt að svörin séu eins og því má segja að ICC-stuðull upp á 0,67 sé ásættanlegur. Þessi óstöðugleiki fyrirbærisins sem MLA metur og lítið úrtak er sennileg skýring á hárri staðalvillu MLA (Portney og Gross, 2020b). Hugsmíðréttmæti MLA var stutt af sterkri fylgni við MFF-athafnir, en ætla má að tengsl séu einmitt á milli líkamlegrar virkni (MLA) og sjálfsmats á líkamlegri færni (MFF- athafnir) (Haley o.fl., 2002). Þá var fylgni miðlungssterk á milli MLA og A-Ö jafnvægiskvarða sem er samhljóma niðurstöðum rannsókna á MLA sem hafa sýnt fram á tengsl milli þess að hafa betra jafnvægi og meiri virkni í daglegu lífi (Washburn o.fl., 1993). Niðurstöður sem fengust með aðferð þekktra hópa studdu einnig við hugsmíðaréttmæti listans en MLA greindi meiri hreyfingu hjá yngri miðað við eldri aldurshóp sem rímar við niðurstöður norskrar rannsóknar (Loland, 2002).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.