Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 90
88 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 (Washburn o.fl., 1993), Jafnvægiskvarði tengdur athöfnum og öryggistilfinningu (A-Ö jafnvægiskvarði) (e. Activities-specific Balance Confidence [ABC] Scale) (Powell og Myers, 1995), Próf til að meta vitræna getu (MMSE) (Folstein o.fl., 1975) (e. Mini-Mental State Examination) og Þunglyndismat fyrir aldraða (GDS) (e. Geriatric Depression Scale) (Yesavage o.fl., 1982-1983). Þessi sjö mælitæki eiga það sameiginlegt að próffræðilegir eiginleikar þeirra hafa reynst góðir annars staðar í heiminum. Þrátt fyrir áralanga notkun á íslenskum þýðingum þeirra hefur lítið verið um rannsóknir á því hvort próffræðilegir eiginleikar þeirra séu sambærilegir við erlendar útgáfur. Ef það er hins vegar raunin mun það styðja við möguleika á að yfirfæra niðurstöður alþjóðlegra próffræðirannsókna á íslenskar útgáfur mælitækjanna og þannig auka notagildi þeirra í íslensku samfélagi. Markmið rannsóknarinnar var því að varpa ljósi á áreiðanleika endurtekinna mælinga, innri áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti íslenskra þýðinga á TUG, MFF-athöfnum, MFF-þátttöku, MLA, A-Ö jafnvægiskvarða, MMSE og GDS. Rannsóknin byggði á fyrirliggjandi gögnum sem var safnað með viðtölum og stöðluðum mælingum árið 2004. Þátttakendur og framkvæmd Þátttakendur í upprunalegri rannsókn voru valdir með slembiúrtöku úr þjóðskrá yfir íbúa á norðanverðu Íslandi, þeir voru 186 talsins og á aldrinum 65-88 ára (meðalaldur 73,9 ár) (Sólveig Ása Árnadóttir, 2010). Skilyrði fyrir þátttöku voru að vera að minnsta kosti 65 ára, búsettur í heimahúsi, fær um að hafa samskipti í síma og fær um að bóka tíma fyrir gagnaöflun. Alls voru 236 einstaklingar sem uppfylltu öll þátttökuskilyrði og af þeim samþykktu 186 að taka þátt (79% þátttökuhlutfall). Tveir starfsmenn rannsóknarinnar fengu samræmda þjálfun í gagnaöflun og heimsóttu þátttakendur. Gögn frá þessum 186 einstaklingum voru notuð til að rannsaka innri áreiðanleika og hugsmíðaréttmæti. Tuttugu fyrstu einstaklingarnir úr þéttbýli sem samþykktu að hitta rannsakendur aftur mættu tvisvar í mælingar, með 6-13 daga millibili, hjá tveimur ólíkum matsmönnum. Sá hluti gagnasafnsins var notaður til að rannsaka áreiðanleika endurtekinna mælinga. Siðfræði Þessi gagnarannsókn var tilkynnt til Persónuverndar og samþykkt af Vísindasiðanefnd (VSN-21-118). Mælitæki Þátttakendur voru spurðir um bakgrunnsupplýsingar áður en eftirtalin mælitæki voru lögð fyrir þá samkvæmt stöðluðum leiðbeiningum: TUG, MFF-athafnir, MFF-þátttaka, MLA, A-Ö jafnvægiskvarði, MMSE og GDS. Þótt MFF-athafnir og MFF- þátttaka séu í grunninn sjálfstæðir hlutar af einu mælitæki (Jette, Haley og Kooyoomjian, 2002), þá meta þessir hlutar ólíkar færnivíddir með aðskildum spurningalistum (Jette o.fl., 2003). Til að leggja áherslu á það er litið á MFF-hlutana sem tvö mælitæki í þessari rannsókn. AÐFERÐ Mælitæki fyrir eldra fólk – próffræði Tímamælt „upp og gakk“ (TUG) er frammistöðupróf þar sem matsmaður mælir hversu langan tíma (sek.) það tekur einstakling að standa upp úr stól, ganga þrjá metra, snúa við á punktinum, ganga til baka og setjast aftur (Podsiadlo og Richardson, 1991). Styttri tími á TUG endurspeglar betri grunnhreyfifærni einstaklingsins. Efri árin, mat á færni og fötlun – athafnahluti (MFF-athafnir) er staðlað mælitæki sem byggir á sjálfsmati á líkamlegri færni við fjölbreyttar athafnir í daglegu lífi (Jette, Haley og Kooyoomjian, 2002). Einstaklingurinn svarar 32 spurningum um hversu erfitt hann á með að framkvæma hjálparlaust daglegar athafnir sem reyna á líkamlegt atgervi. Það eru fimm svarmöguleikar fyrir hverja spurningu sem gefa 1-5 stig. Þessi stig eru lögð saman til að reikna út stig fyrir einn heildarkvarða sem kallast MFF-athafnir. Sá heildarkvarði skiptist í þrjá undirkvarða: Erfiðleikar við athafnir sem reyna á efri útlimi, Erfiðleikar við athafnir sem reyna á neðri útlimi og Erfiðleikar við athafnir sem reyna mikið á neðri útlimi. Samkvæmt upplýsingum í handbók er stigum (hrátölum) síðan umbreytt í mælitölur sem taka gildi á bilinu 0-100 (fyrir alla athafnakvarðana) og endurspeglar hærri mælitala betri líkamlega færni. Efri árin, mat á færni og fötlun – þátttökuhluti (MFF- þátttaka) er staðlað mælitæki sem byggir á sjálfsmati, líkt og MFF-athafnir. Hér svarar einstaklingurinn 16 spurningum um tíðni þátttöku sem tengist bæði eigin umsjá og í samfélaginu og 16 spurningum um takmörkun á þátttöku (Jette, Haley og Kooyoomjian, 2002). MFF-þátttaka gefur þannig af sér tvo heildarkvarða sem kallast MFF-tíðni þátttöku og MFF- takmörkun á þátttöku. Hvor heildarkvarði fyrir sig skiptist í tvo undirkvarða sem varpa frekara ljósi á þessar tvær hliðar þátttöku. Undirkvarðarnir kallast: Tíðni samskipta við aðra, Tíðni eigin umsjár, Takmörkun á virkni og Takmörkun á stjórn á eigin lífi. Svarmöguleikar fyrir hverja þátttökuspurningu og stigagjöfin er sams konar og fyrir mælitækið MFF-athafnir. Hærri mælitala (0-100) endurspeglar meiri færni á öllum þátttökukvörðunum. Mat á líkamsvirkni aldraðra (MLA) er 12 spurninga sjálfsmats- listi um þátttöku einstaklingsins í athöfnum sem reyna á líkamann og auka efnaskiptahraðann umfram það sem hann er í hvíld (Washburn o.fl., 1993). Spurt er um almenna hreyfingu síðastliðna viku til að varpa ljósi á hversu líkamlega virkur einstaklingurinn er að jafnaði við frístundir, störf innan heimilis og launa- eða sjálfboðastörf utan heimilis (Sólveig Ása Árnadóttir, 2007). Spurningarnar hafa mismikið vægi eftir hvað hver athöfn reynir mikið á líkamann en heildarstig á MLA spanna bilið 0-400 (hærra hjá mjög virkum einstaklingum) þar sem fleiri stig endurspegla meiri hreyfingu í daglegu lífi. Jafnvægiskvarði tengdur athöfnum og öryggistilfinningu (A-Ö jafnvægiskvarði) er sjálfsmatslisti fyrir það hversu öruggur einstaklingur er um að geta haldið jafnvægi við ýmsar athafnir daglegs lífs (Powell og Myers, 1995). Listinn samanstendur af 16 spurningum þar sem einstaklingur metur eigið öryggi við tilteknar athafnir á kvarðanum 0-100% og táknar hærri prósenta meira öryggi. Próf til að meta vitræna getu (MMSE) er skimunar- og frammistöðupróf fyrir vitræna færni (Folstein o.fl., 1975;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.