Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 82

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 82
80 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Tengsl á milli upplifaðs álags foreldra á gjörgæslu og vanlíðanar þeirra: Niðurstöður sýna að aukin álagsupplifun foreldra af veikindum barna þeirra á meðan á gjörgæslulegunni stóð hafði áhrif á líkamlega og andlega líðan foreldra sex vikum síðar. Þegar borin voru saman heildarstig hvers foreldris fyrir sig kom í ljós að eftir því sem foreldrar fengu hærri heildarstig úr PSS:PICU, þ.e. upplifðu almennt meira álag á matstækinu voru marktækt auknar líkur á að þeir fyndu fyrir einkennum þunglyndis (r=0,462, p<0,05). Þegar litið var til álagsflokkanna sjö (undirflokkar PSS:PICU) hvert í sínu lagi voru marktæk tengsl milli útlits barns og þess að upplifa líkamlega vanlíðan, kvíða- og þunglyndiseinkenni. Einnig sáust marktæk bein tengsl á upplifun samskipta við fagfólk og fjölgandi þunglyndiseinkenna. Önnur marktæk tengsl sáust ekki milli álagsflokkanna sjö og upplifaðra andlegra og/eða líkamlegra einkenna (Tafla 3). Þegar litið var nánar á staka þætti sem tilheyra hverjum álagsflokki í PSS:PICU kom í ljós að nokkrir höfðu marktæk tengsl við andlega og líkamlega líðan foreldra samkvæmt SCL-90. Aukin líkamleg vanlíðan foreldra hafði marktæk tengsl við átta þætti innan PSS:PICU en þau voru; að barnið væri þrútið, virðist vera kalt, breytt foreldrahlutverk, tilfinningin að geta ekki sinnt barni, uppnám barns, mótþróafull hegðun, verkjahegðun og eirðarleysi barns. Kvíðaeinkenni höfðu marktæk tengsl við sex þætti þar sem breytt foreldrahlutverk hafði mestu marktæku tengslin við kvíða, en einnig við að barnið væri þrútið, virðist vera kalt; mar, rispur eða skurðir á barni, mismunandi starfsfólk og að geta ekki verið hjá grátandi Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra barni sínu. Upplifun þunglyndiseinkenna hafði marktæk tengsl við mótþróafulla hegðun barnsins en fylgnin þar á milli var mjög sterk og nákvæm. Fimm önnur atriði höfðu marktæk tengsl við upplifun þunglyndiseinkenna, að barn væri þrútið, starfsmenn segi ekki til nafns, geta ekki sinnt eða verið hjá grátandi barni sínu ásamt ótta upplifun barns. Að barn væri sogað af heilbrigðisstarfsmanni hafði marktæk tengsl við reiði en einnig hafði heildarupplifun foreldra af gjörgæsludvölinni marktæk tengsl við upplifun reiðieinkenna (Tafla 4). Tengsl upplifaðs álags foreldra á gjörgæslu og einkenna áfallastreituröskunar: Þegar bornar voru saman niðurstöður úr álagsmælingu PSS:PICU við auknar líkur á þróun áfallastreituröskunar samkvæmt PCL-5, kom í ljós að marktæk tengsl eru við álag af völdum útlits barns (r=0,462, p<0,05), verkja- (r=0,558, p<0,01) og reiðihegðunar barns (r=-0,698, p<0,05) ásamt heildarálagsmati foreldra (r=0,397, p<0,05). Einnig sést að sterk marktæk tengsl eru milli allra þátta andlegrar og líkamlegrar vanlíðanar og upplifun einkenna áfallastreituröskunar í úrtakinu (sjá töflu 5). Tengsl alvarleikaskors barna við vanlíðan og áfallastreituröskunar foreldra: Þegar tengsl alvarleikaskors veikinda barna (PRISM) við líkamlega og andlega líðan foreldra, SCL- 90, var skoðað kom í ljós að hærra alvarleikaskor tengdist marktækt meiri líkamlegri vanlíðan foreldra, kvíða og einkenni reiði. Einnig voru marktækt hærri gildi einkenna um áfallastreituröskun samkvæmt PCL-5 eftir því sem börnin skoruðu hærra á PRISM (sjá töflu 6). Tafla 4. Aukin álagsupplifun af stökum þáttum PSS:PICUa og tengsl þeirra við andlega og líkamlega vanlíðan (SCL-90), N=29 Einkenni Líkamleg vanlíðan r Kvíði r Þunglyndi r Reiði r Að barn væri þrútið 0497* 0,580* 0,645* - Barni virðist vera kalt 0,507* 0,587* - 0,231* Geta ekki sinnt barni sínu 0,711** 0,641** 0,650* - Geta ekki verið hjá grátandi barni sínu - 0,702* 0,456* - Uppnám barns 0,571* - - - Ótti barns - - 0,518* - Mótþróafull hegðun 0,854** - 0,825** - Verkjahegðun 0,395* - - - Eirðarleysi barns 0,584* - - - Mar, rispur eða skurðir á barni - 0.398* - - Mismunandi starfsfólk/ Starfsfólk segi ekki til nafns - 0,486* 0,555* - Barn sé sogað af heilbrigðisstarfsmanni - - - 0,579* Heildarálagsupplifun - - - 0,517* *p<0,05; **p<0,01 a einungis eru birtar niðurstöður þar sem um marktæk tengsl var að ræða Tafla 3. Aukin álagsupplifun af flokkum PSS:PICUa og tengsl þeirra við andlega og líkamlega vanlíðan (SCL-90), N=29 Einkenni Líkamleg vanlíðan r Kvíði r Þunglyndi r Reiði r Útlit barns 0,543** 0,513** 0,601** 0,333 Samskipti við fagfólk 0,201 0,218 0,451* 0,231 *p<0,05; **p<0,01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.