Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 47
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 45 Orri Halldórsson HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM ? Fann sig ekki í viðskiptafræði og fór í hjúkrun Hjúkrunarfræðineminn Á hvaða ári ertu í náminu? Ég var að byrja á þriðja ári. Hafðir þú lengi stefnt að því að læra hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga eitthvert annað nám? Ég prófaði fyrst að fara í viðskiptafræði en fann að það hentaði mér ekki svo að ég ákvað að skella mér í hjúkrun þar sem ég hafði alltaf haft augastað á því námi. Hvers vegna valdir þú að nema hjúkrun á Akureyri? Ég á heima á Akureyri og því lá það beinast við. Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni? Nei, ég elska Akureyri og er mjög heimakær þannig ég gæti ekki hugsað mér að fara héðan. Skemmtilegasta fagið? Hjúkrunarfræðiáfangarnir finnst mér skemmtilegastir. Erfiðasta fagið? Lífeðlisfræði. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Hvað námið er mun skemmtilegra en ég átti von á. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Ekkert sem mér dettur í hug, kannski inngangur að sálgæslu. Ætlar þú að fara í framhaldsnám? Já, en ég hef ekki ákveðið hvað verður fyrir valinu, það er svo margt sem mér finnst vera mjög spennandi. Hressasti kennarinn? Erfitt að gera upp á milli en Hafdís Hafþórsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur vinninginn. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa? Allir verklegu tímarnir í hjúkrunarfræði- áföngunum eru mjög eftirminnilegir. Flottasta fyrirmyndin í faginu? Amma mín heitin, Jóna Fjalldal, er mín fyrirmynd. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi? Einlægni, vandvirkni og jákvæðni. Hvar langar þig helst að vinna að námi loknu? Mig langar að vinna á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég er að vinna með skólanum á lyflækningadeild og líkar mjög vel þar. Besta ráðið við prófkvíða? Ég er enn að leita að besta ráðinu. Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman? Koffínvatn og kók. Besta næðið til að læra? Bókasafnið í skólanum. Hvernig nærir þú andann? Í golfi og með því að fara út að hlaupa. Líkamsrækt eða letilíf á frídögum? Alltaf letilíf. Þrjú stærstu afrek í lífinu? Að hafa nælt mér í kærustuna mína fyrir tíu árum, standa mig vel í klásus og kaupa íbúð. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar? Já, mjög miklar. Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum? Ég seldi bílinn minn og ferðast þess í stað mikið um á rafhlaupahjóli þegar veður leyfir og flokka rusl en ég gæti klárlega lagt meira af mörkunum. Hvað gleður þig mest í lífinu? Stella, níu mánaða dóttir mín. Hvað hryggir þig helst? Að föðurfjölskyldan mín skuli búa í Danmörku. Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun? Ég er ekki viss en það hjálpar að auka sýnileika karlmanna í hjúkrun. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Fjölskyldufaðir sem elskar að spila golf. Hvernig nemandi ertu? Frestari. Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun? Ég myndi halda að það væri góð byrjun að hleypa fleirum í gegnum klásus. Aldur 27 ára Stjörnumerki Bogmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.