Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 47
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 45 Orri Halldórsson HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM ? Fann sig ekki í viðskiptafræði og fór í hjúkrun Hjúkrunarfræðineminn Á hvaða ári ertu í náminu? Ég var að byrja á þriðja ári. Hafðir þú lengi stefnt að því að læra hjúkrunarfræði eða varstu að íhuga eitthvert annað nám? Ég prófaði fyrst að fara í viðskiptafræði en fann að það hentaði mér ekki svo að ég ákvað að skella mér í hjúkrun þar sem ég hafði alltaf haft augastað á því námi. Hvers vegna valdir þú að nema hjúkrun á Akureyri? Ég á heima á Akureyri og því lá það beinast við. Gætir þú hugsað þér að starfa við fagið erlendis í framtíðinni? Nei, ég elska Akureyri og er mjög heimakær þannig ég gæti ekki hugsað mér að fara héðan. Skemmtilegasta fagið? Hjúkrunarfræðiáfangarnir finnst mér skemmtilegastir. Erfiðasta fagið? Lífeðlisfræði. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Hvað námið er mun skemmtilegra en ég átti von á. Eitthvert fag sem þér finnst vanta í námið? Ekkert sem mér dettur í hug, kannski inngangur að sálgæslu. Ætlar þú að fara í framhaldsnám? Já, en ég hef ekki ákveðið hvað verður fyrir valinu, það er svo margt sem mér finnst vera mjög spennandi. Hressasti kennarinn? Erfitt að gera upp á milli en Hafdís Hafþórsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur vinninginn. Eftirminnilegasta kennslustundin til þessa? Allir verklegu tímarnir í hjúkrunarfræði- áföngunum eru mjög eftirminnilegir. Flottasta fyrirmyndin í faginu? Amma mín heitin, Jóna Fjalldal, er mín fyrirmynd. Eiginleikar sem þú vilt tileinka þér í starfi? Einlægni, vandvirkni og jákvæðni. Hvar langar þig helst að vinna að námi loknu? Mig langar að vinna á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Ég er að vinna með skólanum á lyflækningadeild og líkar mjög vel þar. Besta ráðið við prófkvíða? Ég er enn að leita að besta ráðinu. Kaffi, te, kók, orkudrykkir eða allt saman? Koffínvatn og kók. Besta næðið til að læra? Bókasafnið í skólanum. Hvernig nærir þú andann? Í golfi og með því að fara út að hlaupa. Líkamsrækt eða letilíf á frídögum? Alltaf letilíf. Þrjú stærstu afrek í lífinu? Að hafa nælt mér í kærustuna mína fyrir tíu árum, standa mig vel í klásus og kaupa íbúð. Hefur þú áhyggjur af hlýnun jarðar? Já, mjög miklar. Hvað gerir þú til að sporna við gróðurhúsaáhrifum? Ég seldi bílinn minn og ferðast þess í stað mikið um á rafhlaupahjóli þegar veður leyfir og flokka rusl en ég gæti klárlega lagt meira af mörkunum. Hvað gleður þig mest í lífinu? Stella, níu mánaða dóttir mín. Hvað hryggir þig helst? Að föðurfjölskyldan mín skuli búa í Danmörku. Hvernig fáum við fleiri karlmenn til að læra hjúkrun? Ég er ekki viss en það hjálpar að auka sýnileika karlmanna í hjúkrun. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Fjölskyldufaðir sem elskar að spila golf. Hvernig nemandi ertu? Frestari. Að lokum hvað finnst þér að stjórnvöld gætu gert til að hvetja fleiri til að læra hjúkrun? Ég myndi halda að það væri góð byrjun að hleypa fleirum í gegnum klásus. Aldur 27 ára Stjörnumerki Bogmaður

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.