Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 67
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 65 Kjarakönnun Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Hækka þarf grunnlaun Langflestir, eða 96,9%, telja hækkun grunnlauna vera mikil- vægt áhersluatriði við gerð næstu kjarasamninga, 88,9% telja það mikilvægasta atriðið, 44,4% nefndu hærri grunnlaun fyrir aukið starfshlutfall. Enginn marktækur munur er á aldri og öðrum bakgrunnsbreytum þegar kemur að þessu atriði. Þá telur 63% hjúkrunarfræðinga að grunnlaun almennra hjúkrunarfræðinga eigi að vera hærri en 800.000 kr. Þegar litið er til starfstengdra réttinda í komandi kjara- samningum nefndu 73,4% mönnunarviðmið í heilbrigðis- þjónustu, þar á eftir kom bætt vinnuaðstaða og öryggi á vinnustað. Íhuga að hætta vegna álags Meira en helmingur, eða 66,8% hjúkrunarfræðinga hefur íhugað af alvöru að hætta í starfi á síðustu tveimur árum. En 33,2% hafa ekki íhugað það. Þegar litið er til ástæðna segja 42% þeirra sem hafa af alvöru íhugað að hætta það vera vegna starfstengds álags, 33,7% sögðu það vegna launakjara, 11,1% sagði það vera vegna stjórnunarhátta á vinnustað og 5,9% vegna ógnunar við öryggi sitt og/eða skjólstæðinga sinna. Helmingur hjúkrunarfræðinga hefur oft mætt til vinnu við aðstæður þar sem mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga. Aðeins 7,3% sögðust aldrei hafa mætt við slíkar aðstæður, 14,7% sögðu það gerast sjaldan. Munurinn var nokkur þegar dagvinna var borin saman við vaktavinnu, 31,3% í vaktavinnu sögðu það gerast mjög oft samanborið við 20,8% í dagvinnu. Mynd 3. Hefur þú hugsað af alvöru um að hætta í starfi á síðustu 2 árum? Mynd 5. Hefur þú oft, stundum, sjaldan eða aldrei mætt til vinnu við aðstæður þar sem að mönnun var ekki næg til að tryggja lágmarksöryggi skjólstæðinga? Mynd 4. Helstu ástæður þess að hjúkrunarfræðingar hafa hugsað um að hætta í starfi sl. 2 ár. Já Ve gn a st ar fs te ng ds á la gs Ve gn a óg nu ng ar v ið ö ry gg i m itt og e ða sk jó ls tæ ði ng a m in na Ve gn a la un ak ja ra Ve gn a st jó rn un ar há tt a á vi nn us ta ð Vi nn ut ím i Er a ð fa ra á e fti rla un An na ð Nei 0% 0% 40% 20% 10% 5% 50% 25% 20% 10% 60% 30% 40% 30% 15% 70% 35% 45% 66,8% 33,7% 33,2% 42% 5,9% 11,1% 4,6% 1,9% 0,8% Stytting vinnuvikunnar Fleiri sögðu styttingu vinnuvikunnar hafa gengið vel á sínum vinnustað en illa, 43% á móti 25%. Þá sögðu 32% styttinguna hafa gengið í meðallagi vel. Starfsfólk Reykjavíkurborgar var ánægðara en starfsmenn ríkisins, 53% samanborið við 41,6%. Munurinn er svipaður þegar litið er til dagvinnu og vaktavinnu, 54,2% starfsfólks í dagvinnu telur styttinguna hafa gengið vel samanborið við 31,6% í vaktavinnu. Þegar beðið var um að líta til sín sjálfs sagði meirihluti, 55%, styttinguna hafa gengið vel fyrir sig sjálfa/n á móti 20% sem er óánægður. Töluvert fleiri hjúkrunarfræðingar í dagvinnu eru ánægðir með styttinguna fyrir sjálfan sig, 71,2 og 41,7 vaktavinnumenn. Ánægjan er áberandi meiri hjá þeim sem eru í 100 prósent starfi, þar eru 61,3% ánægð. Ánægjan fer einnig vaxandi með auknum starfsaldri, 61,1% í elsta aldurshópnum samanborið við 46,4% í yngsta aldurshópnum. Sjaldan Aldrei Stundum Fremur oft Mjög oft 7,3% 14,7% 28,3%24,1% 25,6%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.