Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 64
62 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til við virðismat starfa eru starfsmat sem tekur eingöngu til grunnlauna og jafnlaunavottun sem tekur eingöngu til eins vinnustaðar. Jafnlaunavottun hefur reynst vel til að vinna á launamun sem er tilkominn vegna sambærilegra starfa. Hún nær hins vegar síður til þess launamunar sem er á milli ólíkra en jafnverðmætra starfa né tekur á kynbundnum vinnumarkaði. Heiður fór einnig yfir líklegar ástæður þess að vinnumarkaður okkar er kynskiptur og benti meðal annars á að kynhlutverk hafi þróast yfir í staðalímynd eins og við könnumst við sem mótar svo val hvers og eins út frá áhugasviði er varðar nám og vinnu. Betri vinnutími Í síðustu kjarasamningum var samið um breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks (Fylgiskjal 2). Um er að ræða mestu breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks í meira en 40 ár. Verkefnið sem snýr að breyttum vinnutíma vaktavinnufólks er samstarfsverkefni ASÍ, BHM, BSRB og Fíh fyrir hönd launafólks og ríkis, Reykjarvíkurborgar og sveitarfélaga sem launagreiðenda. Kynning á betri vinnutíma vaktavinnumanna og stytting vinnuviku dagvinnumanna var næst á dagskrá. Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálmum, fór yfir samantekt um styttingu vinnuviku í dag- og vaktavinnu eftir Fylgiskjölum 1 og 2 og benti á að nú væri komið að eftirfylgnifasa innleiðingarinnar. „Fyrir lok samningstímans skulu aðilar leggja sameiginlegt mat á áhrif breytinganna og hvort núverandi framsetning á neðangreindum ákvæðum í kjarasamningi falli best að framtíðarskipulagi og starfsumhverfi ríkis og sveitarfélaga“. Harpa fór yfir hvað hefur gengið vel og hvar séu tækifæri til úrbóta. Hvaða þætti þarf að fínpússa betur og hvort það séu þættir sem eru sértækir fyrir hjúkrunarfræðinga eða sem eigi við alla í verkefninu. Harpa talaði um mikilvægi þess að meta verkefnin heildstætt, ekki eingöngu einstaka þætti. Að kynningu lokinni skiptu trúnaðarmenn með sér verkum og unnu í vinnuhópum eftir því hvort trúnaðarmenn voru fulltrúar dag- og eða vaktavinnuhóps. Þar var tilgangurinn að leggja heildarmat á verkefnin eftir SVÓT-greiningu um kosti og galla, ógnir og tækifæri. Lögð var áhersla á hvernig þau snúa að hjúkrunarfræðingum og hvernig framhaldið geti orðið á verkefninu ásamt því hvernig það gæti birst í kröfugerð til kjarasamninga. Vinnuhópar trúnaðarmanna lögðu gagnlegt heildarmat á betri vinnutíma í vaktavinnu sem mun nýtast Fíh vegna fyrirhugaðrar vinnustofu hagsmunaaðila launafólks og launagreiðenda sem verður með þjóðfundarsniði þann 2. nóvember næstkomandi. Fíh mun eiga þar 18 fulltrúa á þjóðfundinum. Kjarakönnun Næst var komið að kynningu á niðurstöðum kjarakönnunar Fíh og sá Kristjana Guðlaugsdóttir, sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs, um að kynna þær. Kjarakönnun Fíh var send til hjúkrunarfræðinga á opinbera vinnumarkaðinum í ágúst. Á þeim þremur vikum sem könnunin var opin höfðu 65% hjúkrunarfræðinga svarað 15 spurningum sem sneru að kjörum, réttindum og starfsumhverfi. Helstu niðurstöður voru að 69% hjúkrunarfræðinga sögðust vera mjög og fremur ánægðir í starfi sínu en hins vegar eru um 60% þeirra mjög og fremur óánægðir með launakjör sín. 67% hjúkrunarfræðinga hafa hugsað af alvöru um að hætta í starfi sínu síðastliðin tvö ár og um helmingur hjúkrunarfræðinga mætir til vinnu þar sem öryggi skjólstæðinga þeirra er ekki tryggt vegna undirmönnunar. Það voru þrjár röðunarspurningar í könnuninni. Þau þrjú efstu atriði sem hjúkrunarfræðingum finnst helst að eigi að ákvarða launasetningu þeirra í næstu kjarasamningum eru starfslýsing (ábyrgð, hæfni og þekking), menntun og starfsaldur. Varðandi launakjör voru 95% hjúkrunarfræðinga sem settu hækkun grunnlauna í fyrsta sæti, en jafnframt að skoða hærri launakjör fyrir aukið starfshlutfall og síðan að hækka vaktaálag. Varðandi starfstengd réttindi og starfsumhverfi þá á að leggja mesta áherslu á mönnunarviðmið í heilbrigðisþjónustu, bætta vinnuaðstöðu og öryggi á vinnustað. Þegar hjúkrunarfræðingar voru spurðir um hversu vel eða illa þeim hafi fundist innleiðing styttingu vinnutíma hafa gengið á sínum vinnustað, fannst dagvinnumönnum það hafa gengið betur en vaktavinnumönnum, jafnframt voru dagvinnumenn ánægðari með styttingu vinnutíma fyrir sjálfan sig en vaktavinnumenn. Kjararáðstefna Harpa Júlía og Ari frá Fíh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.