Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 38
36 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Hanna Lilja segir að áhugaverðar rannsóknir séu í gangi núna, meðal annars um heilastarfsemi kvenna og hve mikilvæg hormónin eru fyrir heilastarfsemina. Verið sé að rannsaka hvers vegna konur séu í meiri hættu á að fá Alzheimer og hvort það sé mögulega tengt hormónum. Konur lifa einn þriðja hluta ævinnar, jafnvel lengur, eftir tíðahvörf, og estrógen er mjög verndandi fyrir þær. Harpa segir að konum sé ekki ætlað að lifa svona lengi í þessum hormónaskorti. „Karlmenn eru yfirleitt með hærri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma en á ákveðnum aldri þá taka konur fram úr þeim.“ Hanna Lilja bætir við: „Þegar estrógenið lækkar, þá getur kólesteról hækkað, æðaveggir stífna og líkur kvenna á að fá hjartaáfall aukast og það er ein algengasta dánarorsök kvenna.“ Harpa segir enn fremur að það sé ekki eins áberandi og hjá körlum. „Konur ganga í gegnum ýmislegt sem verður að taka inn í myndina seinna meir. Ef þær hafa fengið meðgöngusykursýki, háþrýsting eða meðgöngueitrun á meðgöngu eru það áhættuþættir fyrir því að þróa þessa sjúkdóma með sér seinna á ævinni,“ bætir Hanna Lilja við. Auðveldara að lifa með svitakófi en depurð Samkvæmt Hörpu og Hönnu Lilju getur verið gott fyrir konur að taka stöðuna í hálfleik, ef við getum orðað það þannig, og spyrja sig hvernig þær vilji nýta seinni helming ævinnar? „Vil ég eiga gott og innihaldsríkt líf og hafa lífsgæði? Nýjar verklagsreglur um breytingaskeiðið horfa á lífsgæði frekar en hvaða einkenni konur upplifa, þ.e. hversu mikil áhrif þessi einkenni hafa á lífsgæði,“ útskýrir Hanna Lilja. „Slíkt getur verið ábending fyrir meðferð frekar en að þær þurfi að tikka í öll boxin sem snúast um hitakóf og pirring sem eru jafnvel síðustu einkennin sem konur nefna. Oft minnast konur fyrst á andlegu einkennin, orkuleysið og svefntruflanir sem hafa áhrif og valda þeim vanlíðan. Auðveldara er að lifa með svitakófi en depurð og áhugaleysi er það sem skerðir lífsgæðin mest,“ segir Harpa og bætir því við að ef depurð sé af völdum hormónaskorts dugi ekki að gefa þunglyndislyf við því, það þurfi að koma jafnvægi á hormónin. Fjarviðtöl, fræðsla og ráðgjöf Hanna Lilja og Harpa telja mikilvægt að halda vel utan um þær konur sem til þeirra leita. „Breytingaskeiðið tekur til svo margra þátta. Ég get alveg látið konu fá hormónameðferð og það hjálpar henni eitthvað, en hvað svo? Við viljum halda betur utan um konur og veita þeim stuðning í gegnum þetta ferli og að þær geti leitað til okkar,“ segir Hanna Lilja. Konur sem koma til Gynamedica hitta fyrst hjúkrunar- fræðing. Farið er í gegnum þeirra sögu, einkenni og almenna heilsu, hvert þeirra helsta vandamál sé og í kjölfarið hitta þær lækni. Boðið er upp á fjarviðtöl sem hentar bæði konum á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu. Þessa ráðgjöf þarf ekki alltaf að veita á staðnum og ekki þarf alltaf skoðun, heldur byggir ráðgjöfin á upplifðum einkennum, sérstaklega hjá þeim sem eru eldri en 45 ára. Í kjölfarið er eftirfylgni, ef konur fá hormóna koma þær aftur eftir þrjá mánuði og hitta annaðhvort lækni eða hjúkrunarfræðing og farið er yfir hvernig hefur gengið. Gynamedica tók til starfa í maí á þessu ári þegar Hanna Lilja byrjaði að taka á móti konum og fann hún strax mikla eftirspurn eftir þjónustunni. Harpa bættist stuttu seinna við teymið og nú í september tók annað teymi hjúkrunarfræðings og læknis til starfa þegar Sonja Bergmann hjúkrunarfræðingur og Berglind Júlíusdóttir læknir hófu störf hjá Gynamedica. Konur sem þangað leita hafa gott aðgengi að fagfólkinu og geta til að mynda sent fyrirspurnir í gegnum heimasíðuna sem hjúkrunarfræðingur svarar. Einnig fá þær tölvupóst tveimur vikum eftir að meðferð hefst og segir Harpa að skjólstæðingar þeirra kunni að meta þessa eftirfylgni. Bæði Harpa og Hanna Lilja eru fullar af fróðleik um breytingaskeiðið sem þær vilja gjarnan miðla til annarra kvenna. Fyrsta námskeiðið sem boðið er upp á hjá Gynamedica fjallar um blóðsykurstjórnun á breytingaskeiðinu og er í höndum næringarþerapistans Ingu Kristjánsdóttur. Í framtíðinni stefna þær á að bjóða upp á námskeið með sjúkraþjálfara, sálfræðingi og þeim sjálfum. Að auki er mikið af fræðsluefni að finna á heimasíðunni þeirra. Þær eru ákafar í að miðla þekkingu sinni á breytingaskeiðinu og eru til dæmis líka með Instagram-síðu þar sem þær miðla fróðleik og upplýsingum. (Instagram: Gynamedica) Hanna Lilja segir aðspurð að viðtökurnar við þessari nýju miðstöð sem er tileinkuð breytingaskeiðinu hafi verið góðar og strax myndaðist talsverður biðlisti. Fyrir áhugasamar er hægt að skrá sig í gegnum heimasíðuna og þá er haft samband við viðkomandi konu en einnig er tekið á móti tilvísunum frá læknum. ,,Á fyrsta sólarhringnum eftir að Gynamedica var opnuð skráðu 200 konur sig og kom greinilega í ljós að skortur var á þessari þjónustu. Allar höfðu þessar konar leitað eitthvert annað en þörf þeirra var ekki alltaf mætt. Þjónustan sem Gynamedica veitir er hugsuð sem viðbót við þá þjónustu sem boðið er upp á nú þegar,“ segir Hanna Lilja. „Þegar estrógenið lækkar, þá getur kólesteról hækkað, æðaveggir stífna og líkur kvenna á að fá hjartaáfall aukast og það er ein algengasta dánarorsök kvenna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.