Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 65

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 65
3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 63 Vinnuhópar Ari Brynjólfsson, kynningarstjóri Fíh, fór yfir það hvernig hægt er að snúa umræðu í fjölmiðlum okkur í hag. Kynnti hann nýja þjónustu sem Fíh býður upp á, fjölmiðlaþjálfun fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa áhuga á að koma fram í fjölmiðlum sem og aðstoð við greinaskrif. Þeir sem óska eftir einstaklingsmiðaðri fjölmiðlaþjálfun eða aðstoð er bent á að hafa samband við Ara. Eftir vel heppnaða samveru yfir kvöldmat og skemmtun, hófst seinni dagur ráðstefnunnar með erindi Önnu Steinsen frá KVAN sem fór yfir það með hvaða hætti hægt er að tileinka sér jákvæð samskipti. Það var sannkölluð gleðistund og gott að hefja daginn með virkar hláturtaugar. Fyrir hádegi var unnið að fjórum viðfangsefnum og trúnaðarmenn röðuðu sér í vinnuhópana. Viðfangsefni morgunsins voru tvær bókanir í gildandi miðlunartillögu, annars vegar um veikindarétt og hins vegar um faglegan stuðning í starfi, mönnunarviðmið í hjúkrun og sí- og endurmenntun. Þar stóð upp úr hversu brýnt trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga finnst skorta faglegan stuðning í starfi og að sett séu mönnunarviðmið. Það var samhljómur um að faglegur stuðningur ætti að vera partur af störfum hjúkrunarfræðinga og að það eigi að hvíla skylda á vinnuveitanda að veita slíkan stuðning, mönnunarviðmið muni jafnframt tryggja öryggi skjólstæðinga og hafa jákvæð áhrif í starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Eftir góðan hádegisverð var aftur hafist handa við ný viðfangsefni. Viðfangsefnin voru starfsumhverfi hjúkrunarfræðinema, samsetning launa, starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og vinna við að skoða, ef til þess kemur, verkfall og verkfallsaðgerðir. Mikill áhugi var fyrir starfsumhverfi hjúkrunarfræðinema sem og nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga og þar eru fjölmörg tækifæri til úrbóta til að styðja betur við þann hóp sem og að auka starfánægju hans. Kröfugerð Deginum lauk svo með því að vinnuhópar unnu saman brýnustu kröfur til kjarasamninga og var þar um algeran samhljóm að ræða. Í fyrsta lagi er skýr og klár krafa um hækkun grunnlauna hjúkrunarfræðinga sem allir settu í forgrunn, þar á eftir var það að stytting vinnuviku bæði í dag- og vaktavinnu verði fest í sessi og vinnuskylda minnkuð í 36 klst. í dagvinnu og 32 klst. í vaktavinnu. Þar á eftir álitu allir hóparnir það brýnt og mikilvægt að sett séu og innleidd mönnunarviðmið í störfum hjúkrunarfræðinga. Kjararáðstefna Ekki er hægt að segja annað en að þetta hafi verið virkilega vel heppnuð kjararáðstefna, trúnaðarmenn voru þarna sem talsmenn síns hóps hjúkrunarfræðinga, þeir voru fullir af eldmóði, áhuga, lausnum og með sterka samhljóma rödd. Það gefur góðan tón inn í komandi samninga og var góð byrjun á samningaferlinu. Afraksturinn mun nýtast vel við undirbúning og í kröfugerð Fíh vegna komandi kjarasamninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.