Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 28
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 98. árg. 2022 Rapportið slær í gegn Rapportið, hlaðvarp Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hóf göngu sína í febrúar á þessu ári. Þáttastjórnendur fá til sín gesti úr röðum hjúkrunarfræðinga sem hafa sögur að segja af starfinu og einkalífinu. Stöku sinnum er rætt við aðra sem eiga erindi sem er beint til hjúkrunarfræðinga. Rapportið er einlægt spjall um fagið, áskoranir og lífið í öllum sínum litum. Hér er stiklað á stóru í nokkrum viðtölum Rapportsins á þessu ári. Rapportið Umsjón og myndir: Ari Brynjólfsson Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur og teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum, hefur lengi sinnt jaðarsettum einstaklingum í íslensku samfélagi. Hún hætti í hjúkrun á tímabili og fór að læra Miðausturlandafræði og arabísku. Rætt er við hana um hjúkrun jaðarsettra einstaklinga, starfsemi Frú Ragnheiðar og sóknarfæri í skaðaminnkunar- úrræðum. „Eitt af helstu sóknarfærunum er framþróun neyslurýmisins. Við erum núna með það í litlum bíl, aðsóknin hefur verið meiri en við bjuggumst við. Við töldum að það tæki einhvern tíma að byggja upp traust og ná til fólksins en við höfum frekar lent í erfiðleikum við að anna eftirspurn,“ segir hún. „Þetta eru mestmegnis karlmenn sem hafa verið að koma þannig að við þurfum að ná betur til kvenna.“ Jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun, hefur orðið vitni af miklum breytingum í geðhjúkrun síðustu áratugi. Hann starfaði lengi í Arnarholti á Kjalarnesi sem var hluti af geðdeild Borgarspítalans, þar var bæði útsýni fyrir sjóinn og fjöllin. „Þetta var allt annað umhverfi heldur en í dag á geðdeildum, sjálfum líst mér miklu betur á sveitaumhverfi fyrir geðsjúkrahús, vegna þess að það er svo nálægt borginni hvort eð er, það var ekkert mál að skjótast í bæinn,“ segir hann. Fyrir aldamót hóf hann vinnu við að bæta úr öryggismálum, fór hann á námskeið við Bethlem-geðsjúkrahúsið í Englandi til að læra fyrirbyggjandi aðgerðir vegna hegðunar sjúklinga. Sjálfur hefur hann gert margar rannsóknir sem snúa að öryggismálum hér á landi, nú síðast í grein í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga. Í Rapportinu ræðir hann meðal annars um þá rannsókn og niðurstöðurnar sem koma ekki fram í greininni. Rapportið er á Spotify og má finna á heimasíðu félagsins, hjúkrun.is Hefur þú áhuga eða veist þú um hjúkrunarfræðing sem væri áhugavert að ræða við í Rapportinu? Sendu okkur ábendingu á ari@hjukrun.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.