Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 7
HVERS MÁ VÆNTA AF KJARNORKUNNI ?
5
sjúkdómanna. Hin nýju efni,
sem þeir hafa fengið í hendur,
eru ekki aðeins betri, og ódýrari
ráð gegn sjúkdómum, og þá
fyrst og fremst gegn hinu hræði-
lega krabbameini, heldur munu
þau einnig gera mögulegt að
finna hinar eiginlegu orsakir
sjúkdómanna. Þar munu læknar
framtíðarinnar, í miklu ríkari
mæli en nú, geta komið í veg
fyrir sjúkdóma, í stað þess að
lækna þá. Þetta þarfnast skýr-
ingar. Við vitum þegar um sam-
setningu líkama okkar. Viss
efni eru einkennandi fyrir hina
ýmsu vefi líkamans. Joð t. d.
fyrir skjaldkirtilinn og fosfór
fyrir bein. Menn vita einnig, að
það hefir læknandi áhrif á sjúka
líkamsvefi, ef hægt er að gera
viðkomandi efni geislavirk, og
koma þeim inn í hinn sjúka vef.
Það hefir þegar verið reynt með
góðum árangri, t. d. við bein-
krabbameini og hvítblæði, þ. e.
a. s. krabbameini í hvítu blóð-
komunum.
Á seinni árum hefir tekist að
gera fyrrnefnd efni geislavirk
með sérstöku áhaldi, sem nefnt
hefir verið kjarnakljúfur (Cycl-
otron), en gallínn er sá, að hinn
dýri kjarnakljúfur getur aðeins
framleitt geislavirk efni í smá-
um stíi. En kjarnorkan er ótæm-
andi uppspretta. Með henni get-
um við framleitt geislavirk efni
á svo ódýran hátt, að allir geta
fengið þá læknismeðferð, sem
þeir þurfa. Mannkynið hefir á
þennan hátt fengið ómetanlegt
vopn gegn krabbameininu.
Hér að framan var minnst á
möguleika til að komast að
leyndardómum lífsins. Ráð til
þess er það, að gera efnin geisla-
virk. Með því að nota þau í
þjónustu rannsóknanna, getum
við t. d. öðlast fullkominn skiln-
ing á jurtum, dýrum og líkama
okkar, þar eð við getum fram-
leitt undirstöðuefni allra líf-
rænna efna, þ. e. súrefni, vetni,
köfnunarefni og kolefni, í geisla-
virku formi. Getum við blandað
slíkum frumeindum saman við
ógeislavirkar frumeindir í nær-
ingu jurta og dýra og á þann
hátt fylgt leið sameinda nær-
ingarefnanna í hinum lifandi
vef, á líkan hátt og fylgt er ferð-
um merktra fugla. Við getum
sýnt fram á efnarásir, sem hing-
að til hafa verið huldar vísind-
unum, og við getum ráðið yfir
lífinu, eins og mennina hefir
alltaf dreymt um.
Efnarásin, sem fer fram í
heilbx'igðum líkama, þegar fæð-