Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 48
Auðœfi landgrunnsins.
Grein úr „The Sunday Sun,“
eftir Frank Henry.
¥ SUMAR munu amerískir vís-
indamenn byrja að kortleggja
og rannsaka náttúruauðæfi
stærsta jarðsvæðis, sem Banda-
ríkin hafa nokkru sinni lagt
tmdir sig. Þetta svæði, sem er
um 1 875 000 ferkílómetrar að
flatarmáli, er landgrunnið und-
an ströndum Bandaríkjanna á 2
til 200 faðma dýpi. Svæðið er
því sem næst fjórðungur af öllu
flatarmáli Bandaríkjanna.
Hvers vegna gaf Truman
forseti sér txma frá mikilvægum
störfum, til að innlima sjávar-
botn í Bandaríkin ? Og af hverju
hefir dr. Frederiek W. Lee, einn
af helztu jarðfræðingum lands-
ins, helgað nærri tvo áratugi
ævi sinnar baráttunni fyrir því
að Bandaríkin leggi undir sig
landgrunnið ?
Meginsvarið má gefa í tölum
sem nema biljónum: biljónir
lítra af olíu, biljónir punda af
Þaö væri ekki að ófyrirsynju þó
að Islendingum yrði, eftir lestur þess-
arar greinar, hugsað eitthvað á
þessa leið: „Hversvegna getum við
ekki lagt undir okkur landgrunnið í
kringum landið okkar eins og Banda-
ríkin hafa gert?“ Svarið er auðvitað,
að réttur smáþjóðanna er ekki sá
sami og réttur stórþjóðanna. En
þetta fordæmi Bandaríkjanna getur
þó ef til vill orðið okkur stoð í bar-
áttunni fyrir stækkun landhelginnar,
sem í framtíðinni hlýtur að verða háð
eftir þeim mætti, er við höfum yfir
að ráða.
fiski, biljónir teningsmetra af
sjó, sem gefa af sér salt, brómín
í flugvélabenzín, magnesíum og
aðra málma.
Þýðing neðansjávarolíulinda
verður ekki ofmetin. 1 síðustu
styrjöld eyddu Bandaríkin sex
miljörðum tunna af olíu —
næstum þriðjung af öllum olíu-
forða í iðrum landsins. En dr.