Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 77
ER MEYDÓMURINN GAMALDAGS
75
stætt náttúrulögmálum að
toerjast gegn henni.
í þriðja lagi telur hann það
skoðun sína, að reynzla í kyn-
ferðismálum geri henni auð-
veldara að velja sér eiginmann
síðar. Hann býst reyndar ekki
við að hann verði sá hamingju-
sami — hann hefir látið á sér
skilja, að hann muni aldrei gift-
ast, a. m. k. ekki fyrst um sinn.
En auðvitað muni hún giftast
á næstunni, og þá væri gott fyr-
ir hana að hafa haft holdleg
mök við karlmann, svo að for-
vitni og kynhrif kæmu ekki því
til leioar, að hún tæki þeim
fyrsta sem byðist. Því að karl-
maður getur verið kynferðislega
aðlaðandi, en reynst óheppileg-
ur eiginmaður að öðru leyti.
Ef hún hefir haft samfarir
áður, muni hún hafa betra vald
á sér og geta valið sér manns-
efni við sitt hæfi, án þess að
ástriðan feyki henni um koll.
í fjórða lagi leggur hann á-
herzlu á það, að hún verði að
kynnast kynferðilífinu fyrir
giftingu, svo að hún geti notið
samfara í hjónabandinu. „Ef þú
færir í kappakstur, án þess að
hafa lært að aka bíl, myndir þú
lenda í slysum og árekstrum, er
það ekki rétt?“
Stúlkan er farin að sannfær-
ast. Hún fellst á, að tími sé kom-
inn til þess að hún ákveði sig,
en þarfnast sannana. Og sann-
anir eru til. Við skulum athuga
niðui'stöður vísindanna í þessu
efni.
Rökin me'ð meydómi.
1. Reynslan hefir sýnt, að
samfarir eyða fremur vináftu
en efla hana. Þegar vinátta er
úti — og slík vinátta endist
sjaldan lengi — verður annar
eða. báðir aðilar fyrir sársauka.
Sannleikurinn er sá, að slíkir
vinir eru ekki að „iæra að elska“
— þau öðlazt harla lítið af
sannri ást og fara algerlega á
mis við þá öryggistilfinningu,
sem hjónabandið veitir. Þeim,
sem einhverja lífsreynslu hafa,
er kunnugt um það, að slík ör-
yggistilfinning fæst ekki í
„frjálsu“ ástalífi.
2. Sú kenning, að skírlífi hafi
slæmar andiegar afleiðingar,
sbr. Freud, er endileysa. Annars
hefir skoðun Freuds verið rang-
færð. Hann hélt því þvert á
móti fram, að þegar einungis
er um að ræða að gefa holdlegri
hvöt lausan tauminn, án þess að
allur persónuieikinn fylgdist
með, væri hætta á ferðum.