Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 16
34
tTRVAL
að góðu gagni sem nálar og
saumþráður. Úr sömu átt fær
Lappafjölskyldan kjöt, mjólk
og smjör. Hirðinginn kaupir
sér konu fyrir hreinýr og með
dýrum þeim, sem unga stúlkan
fær í vöggugjöf frá föður sín-
um, krækir hún sér í mann.
Svona hefir það gengið um
óskráðar aldir. Þess vegna verð-
ur maður ekki lítið hlessa við
vitneskjuna um, að það er til-
tölulega stutt síðan hjarðmenn-
irnir lærðu að mjólka hreinkýr
sínar.
Finnskur verkfræðingur sagði
mér: „Löppunum virðist aldrei
hafa hugkvæmst að drekka
mjólk, þar til eitt sinn, er einn
þeirra kom heim úr vöruskifta-
ferðalagi að sunnan og sagði
furðusögur af einkennilegum,
hvítum vökva, sem fenginn væri
úr hreinkúm. Og eftir þessa
frétt, hóf hver einasti Lappi,
sem átti kú, tilraunir sín-
ar!“
En fyrst það tók Lappana svo
Iangan tíma að komast upp á
það lag, að mjólka hreinkýrnar,
er ekki að undra þótt spurt sé,
hve langt muni síðan þessi þjóð-
flokkur hvarf frá veiðimennsku
til hjarðmennsku.
Ekki alls fyrir löngu fundu
nissneskir vísindamenn, í helli
við Hvítahafið, teikningar af
smávöxnum mönnum á hrein-
dýraveiðum, og eru þær gerðar
á steinöldinni. Þetta eru elztu
heimildimar um Lappa. Þeir
eltu hreindýrahjarðimar eftir
norðurhjara heimskringlunnar,
allt austan frá Mongólíu, og
fluttust þannig búferlum. Og
enn hafa þeir ekki annað lífs-
markmið en reika á eftir hjörð-
um sínum, enda þótt þeir hafi
einhverntíma breytzt úr veiðí-
mönnum í hirðingja.
Naprir vindar haustsins blása
um hálendið og koma hjörðun-
um á rás. Þær leita þá til skóg-
anna. Og Lappinn fylgir í kjöi-
farið, tekur upp tjald sitt, reyr-
ir bamið á sleðann og fer með
konu sinni til vetrardvalar í
skóginum.
Ég gleymi aldrei fyrstu kynn-
ingu minni við hreindýr. Eftir
að hafa komið mér fyrir á sleð-
anum, hélt ég af stað frá Kara-
suado, á eftir Jónasi vini mín-
um, út á sléttuna, þar sem and-
aði kaldan á móti. „Það er hæg-
ur vandi að stjórna hreindýri,
bara ef þú lætur það sjálfrátt,“
var sagt við mig. Kannske það ’
En ég mátti alls ekki snerta við
beizlistaumunum, án þess að