Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 21
Hajrmsagan um baráttuna
við íjatfið Kverest.
„Upp á hœsta tindinn.”
Úr bókinni „High Conquest",
eftir James Ramsey Ullman.
O AGÁ fjallsins Everest byrjar
^ árið 1852, þegar starfsmað-
ur á indversku landmælinga-
skrifstofunni leit upp frá vinnu
sinni og hrópaði ákafur: ,,Ég
hefi fundið hæsta fja.ll í heimi!“
Vandleg athugun á útreikning-
um hans leiddi í ljós, að þessi
tindur var 29141 fet á hæð —
1000 fetum hærri en sá tindur
sem hingað til hafði verið talinn
hæstur. Hann var þá skráður á
kortin sem XV. tindur, en
seinna var hann skírður í höf-
uðið á Sir George Everest, for-
stöðumanni indversku landmæl-
ingastofnunarinnar.
í meira en hálfa öld eftir að
Everest fannst var það hulinn
leyndardómur, því að Tíbet og
Nepal voru þá lokuð lönd öllum
útlendingum, en Everest er á
landamærum þeirra. En rétt
fyrir aldamótin byrjuðu ævin-
týramenn, dulbúnir sem Hindú-
ar eða múhameðskir kaupmenn,
að kanna þessi landsvæði, þar
sem engir hvítir menn höfðu
áður stigið fæti. Fjallamenn
höfðu heillast af dulúð þessa
konungs fjallanna, og enginn
mannlegur máttur, engin nátt-
úruöfl, gátu hamið þá. En þó
að einn og einn ferðalangur gæti
komizt inn í þessi f jallalönd án
leyfis, var ógjörlegt að komast
þangað með mannmargan leið-
angur, og mörg ár liðu áður en
slíkt leyfi fékkst.
Loks árið 1920 lögðust Kon-
unglega Landfræðifélagið í
London og Brezki Alpaklúbb-
urinn á eitt og eftir langvar-
andi samninga fékkst leyfið.
Mikill viðbúnaður var þegar
hafinn. Ráðgert var að senda
út tvo leiðangra — annan til
könnunar og hinn (ári seinna)
til að klífa tindinn. En leiðangr-
arnir urðu þrír, og hinn síðasti
endaði með skelfingu.
í könnunarleiðangrinum var
blóminn af fjallamönnum og
landkönnuðum Englands. Einn
3*