Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 23
„UPP Á HÆSTA TINDINN"
21
hæð, teygði sig úfinn slakki frá
mikilli klettaöxl nálægt tindin-
um niður að snæviþökktum
hrygg við austurhlið Rongbuk-
jökuls. Slakkinn var brattur, en
ekki svo brattur að reyndir
fjallamenn gætu ekki klifið
hann, og frá öxlinni upp á tind-
inn virtust engar óyfirstígan-
legar torfærur.
Það tók tvo mánuði að finna
leið til að komast upp á hrygg-
inn. Norðurhryggur, eins og
hann var skírður, reis 4000 fet
næstum lóðrétt upp frá Rong-
bukjöklinum, og jafnvel hinn
hugumstóri Mallory sá að aldrei
yrði komizt upp hrygginn frá
þessari hlið. Eina von hans var
að auðveldara væri uppgöngu
hinum megin.
Eftir meira en 100 mílna snið-
göngu komu þeir að skarði það-
an sem hryggurinn reis aðeins
1500 fet upp fyrir jökulbung-
una. Þrír sterkustu fjallamenn-
irnir hjuggu sér spor upp á
hrygginn og voru nú komnir í
23000 feta hæð. En tindur Eve-
rest var enn 6000 fetum hærra
og tvær og hálfa mílu í burtu.
Það var nú orðið áliðið ágúst-
mánaðar og hið stutta sumar
Himalaya var senn á enda.
Könnunarleiðangurinn sneri því
aftur heim til Englands. Leið
hafði verið rudd að fjallinu og
snöggur blettur í varnarbrynju
þess hafði fundizt.
Fyrsta maí 1922 sló annar
leiðangurinn tjaldbúðum sínum
við rætur Rongbukjökuls. Það
voru 13 Englendingar, 60 f jalla-
menn frá Norður-Indlandi, röskt
100 burðarmanna fi’á Tíbet og
300 burðardýr.
Tíminn til að klífa Everest
var aðeins sex vikur. Fram í
byrjun maí ríkti grimmur vetur
með byljum um allt fjallasvæð-
ið; og eftir miðjan júní byrjuðu
Monsúnvindarnir með krapaélj-
um og rigningum.
I tvær vikur selfluttu leiðang-
ursmenn mat og annan útbúnað
eftir jöklinum og settu upp f jór-
ar bækistöðvar með hægri dag-
leið á milli. Þeir elztu voru skild-
ir eftir til að halda uppi sam-
göngum milli þriggja neðstu
bækistöðvanna, en hinir reistu
fjórðu bækistöðina upp á Norð-
urhrygg, í 22900 feta hæð.
Mallory og þrír aðrir voru
kjörnir til að ráðast fyrstir til
uppgöngu á Everest, og í dög-
un 20. maí lögðu þeir af stað
með hóp burðarmanna.
Klukkutíma eftir klukkutíma
klifruðu þeir upp norðaustur