Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 42
40
ORVAL
Hinn ungi ræðuskörungur
varð brátt kunnur og tókst að
safna í kringum sig mörgum
áheyrendum þegar hann hélt
fundi. Kommúnistaflokkurinn
óx jafnt og þétt undir forustu
hans, og eftir að Hitler komst
til valda barðist Thorez af
kappi fyrir samvinnu kommún-
ista, sósíalista og miðflokkanna.
Hann var aðalhvatamaðurinn
að myndun Alþýðufylkingar-
innar undir forsæti Leon Blum.
Thorez sá fyrir fall Frakk-
lands jafnvei áður en Þýzkaland
réðist á Pólland, og hann sendi
konu sína til Rússlands til að
ala þar barn þeirra. Sjálfur fór
Thorez í herinn, og var á víg-
stöðvunum þegar Daladier lýsti
kommúnistaflokkinn ólöglegan
og varpaði þingmönnum hans í
fangeisi.
Þegar Thorez frétti að gefin
hafði verið út fyrirskipun um að
handtaka sig, faldi hann sig —
og varð svo mikill úlfaþytur út
af hvarfi hans, að slíks eru
engin dæmi um franskan stjórn-
málamann.
Herréttur dæmdi hann til
dauða fyrir strok. En yfirvöld-
in gátu ekki framkvæmt dóm-
inn, og Þjóðverjar gátu ekki
pínt hann — því að hann fannst
hvergi. Þjóðverjar fullyrtu að
hann væri enn í Frakklandi og
buðu fé til höfuðs honum.
Franska útlagastjórnin í Lon-
don áleit að hann hefði farið til
Rússlands.
Það er enn leyndarmál hvar
Thorez var á stríðsárunum, en
víst er að ef hann hefði ekki
falið sig mundi Vichystjórnin
hafa afhent hann Þjóðverjum
samkvæmt samkomulagi sem
gekk í gildi þeirra í milli
skömmu síðar.
Margir Frakkar trúa því að
Thorez hafi stjórnað skæruliða-
sveit í Frakklandi, því að
franski kommúnistaflokkurinn
skipulagði fj'xstu og öfiugustu
mótspyrnuhreyfinguna í land-
inu.
Á hernámsárunum tók móðir
Thorez, sem lifði í hárri elli í
nánd við Calais, öflugan þátt í
mótspyrnuhreyfingunni. Þjóð-
verjar grunuðu hana ekki sök-
um aldurs hennar. Thorez er
ákaflega hreykinn af henni.
Áður en viðtalinu lauk —
með því að Thorez sagði kump-
ánlega: „Þetta gæti haldið
áfram endalaust" — kom enn
ný hlið í ljós á þessum merki-
lega manni. Ég hafði heyrt sagt
að hann væri góður söngmaður,