Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 87
HVERNIG Á AÐ STJÓRNA GEÐSHRÆRINGUM ?
85
Sumir geta ekki orðið fyrir
mikilli geðshræringu án þess að
íá um leið hjartslátt eða melt-
ingartruflanir. Geðshræring
getur einnig valdið því, að vöðv-
amir verði svo spentir, að af-
leiðingin verði þreyta og titr-
ingur.
Fólk, sem hefir svona afar
næmar taugar, verður að læra
að stjórna geðshræringum sín-
um og beina þeim inn á réttar
brautir.
Þegar geðshræringar hafa
slík, líkamleg eða andleg, ein-
kenni í för með sér, megum við
ekki leggja áherzlu á að losna
við þau.
Þar sem vöðvaspenningur er
næstum alltaf undirót einkenn-
anna, er bezta ráðið til að eyða
þeim, að þjálfa sig í að draga úr
honum og koma vöðvmium í
algera hvíld. Takizt það, hefir
það um leið sefandi áhrif á
taugarnar. Það er eins og aliir
vöðvarnir sendi þá heilanum
skeyti um, að allt sé í lagi.
Margt fólk þarf að læra að
hvílast. Það blátt áfram kann
það ekki. Það er skynsamlegt
að ætla sér fáeinar mínútur
nokkrum sinnum á dag til
að læra listina að hvíla sig.
Á þessum hvíldarstundum eig-
um við að gera okkur alveg
máttlaus. Bezti tíminn er áður
en við förum á fætur, og áðnr
en við förum að sofa.
Þegar við leggjumst út af á
kvöldin, eigtun við að koma
hverjum vöova í hvíld og hætta
algerlega allri einbeitingu hug-
ans. Við megurn ekki festa hug-
ann við nokkra einstaka hugs-
un, ekki reyna að forðast ein-
hverja hugsun, ekki taka neinar
ákvarðanir eða semja áætlanir,
en láta hugann reika að vild.
Ef við gefum huganum leyfi
mun hann reika frá einni hugs-
un til annarrar, án þess að nema
lengi staðar við hverja. Þetta er
huganum hvíld, hvort sem mað-
ur sefur eða vakir. Líkamanum
nægir líka hin algera hvíld, sem
lýst var hér á undan, — svefn
er ekki nauðsynlegur, en hvíld-
in er það. Við gætum hvílst
mjög vel án þess að sofa, þegar
við höfum sannfærzt um, að
svefn sé ekki nauðsynlegur, og
höfum lært, hvernig við eigum
að hvílast.