Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 98
tJKVAL
í>6
sjá þá um leið, hvort nokkrar
óeðlilegar hindranir verða á
vegi hans.
Rannsóknir á blóðinu og
skyldum efnum, hafa verið tald-
ar ná einna mestum árangri
innan læknavísindanna á styrj-
aldarárunum. Hafa þær bent á
þann möguleika, að finna megi
efni það í blóðinu, sem unnið
geti bug á blæðara-sjúkdómi,
hemophiliu, þeim sjúkdómi, sem
olli dauða erfingja að hásætum
Rússlands og Spánar á sínum
tíma. Önnur efni, unnin úr blóði,
eni notuð til þess að koma í
veg fyrir, að eggjahvítuefni
tapist í gegnum nýrun í nýrna-
bólgu. Einnig eru þau gefin
inn á undan uppskurði, til þess
að búa sjúklinginn vel undir
hann og eftir uppskurðinn, til
þess að bæta næringu sjúklings-
ins.
Á styrjaldarárunum voru
reynd áhrif þúsunda efna gegn
malaríu. Af þessum tilraunum
leiddi, að nokkrar nýjar efna-
blöndur fundust, sem álitið er
að reynist miklu áhrifaríkari
gegn malaríu en nokkur áður
þekkt efni. Meðan styrjöldin
geisaði, voni uppgötvanir þess-
ar varðveittar vandlega. Malaría
getur gert heilan her óvirkan,
og þessvegna er sjúkdómurinn
hernaðarlega mikilvægur. Nú
munu uppgötvanir þessar not-
færðar til þess að hreinsa heil
lönd af malaríu og gera þau þar
með frjósöm os byggileg. Jafn-
framt þessum nýju malaríulyfj-
um, mun skordýra eitrið DÐT
verða notað til eyðingar mosqui-
toflugunni, sem flytur sjúkdóm-
inn.
Athygli vísindamannanna
beindist einnig að nýju vítamíni
(fjörefni), sem nefnist folic-
sýra. Svipar því á margan hátt
til lyfraseyðis, með það að hafa
hvetjandi áhrif við myndun
rauðu blóðkomanna, og er því
notað þegar um alvarlegan blóð-
skort er að ræða. Læknar víðs-
vegar um Bandaríkin hafa
reynt hið nýja efni með ágæt-
um árangri.
Eins og vænta mátti, f jölluðu
margar skýrslnanna, sem lesn-
ar voru fyrir um 8000 lækna,
um einstök efni, svo sem
streptomycin, penicillin og
sulfalyf.
Notagildi margra þessara
undralyfja er nú komið í ljós,
en þó getur alllangur tími liðið,
þar til gagnsemi þeirra er að
fullu kunn. Þegar er vitað, að
ýmsar tegundir hjartahimnu-