Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 80
78
CRVAL
Hver einstök stúlka verður að
taka þessa ákvörðun, og hún
verður að taka hana ein. Á-
kvörðunin hefir viðtækari af-
leiðingar en hún kann að gera
sér í hugarlund.
Ég hefi aðeins drepið lauslega
á hina óvæntu þungun og kyn-
sjúkdómahættuna, sem siglir í
kjölfar lauslætis — ekki vegna
þess, að hér væri um lítilfjör-
leg atriði að ræða, heldur af því,
að þau eru öllum mönnurn
kunn.
Nei, meydómur er ekki gam-
aldags og mun aldrei verða
gamaldags — að minsta kosti
ekki á meðan karlmenn og kon-
ur liafa áhuga á hamingjusömu
hjónabandi. Hann getur ekki
orðið gamaldags, vegna þess að
hann er í samræmi við eðli
mannsins, eins og sálarfræði
nútímans hefir sannað.
★
Snarræði.
ÞaS var á bannárunum ac mektarmaður hér í bæ náði í lögg:
af hreinum spíritus. Hann blandaði „spírann" hæfilega með vatni
og setti flöskurnar niður í kjallara.
En sonurinn var á gæjum. Og eitt sinn, þegar gamli maðurinn
var ekki heima, læddist hann niður í kjallara, tók toll af öllum
flöskunum og fyllti þær upp með vatni.
Svo leið og beið. Flöskurnar, eða innihald þeirra öllu heldur,
vermdu mörgn brjósti, og svo var aðeins ein eftir.
Þá kom gestur í heimsókn og gamli maðurinn sendi soninn
niður i kjallara til þess að ná í flöskuna. En það var ríflegt borð
á henni.
„Hver skrambinn,“ hugsaði strákurinn, „skyldi ég hafa gleymt
að fylla hana upp.“ Svo fyllti hann hana upp og kom með flösk-
una.
„Nú, hvað er þetta?“, sagði gamli maðurinn. „Ég fékk mér
í morgun einn lítinn af þessari flösku, en nú er hún full.“
Það kom á sökudólginn, en svo hallaði hann sér að föður sínum
og hvíslaði: „Mér þótti svo leiðinlegt að koma með átekna flösku,
og svo fyllti ég hana upp."