Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 35
FAÐIR MINN Á 16 KONUR
33
krónum. Einn maður bar nýja
saumavél. Tveir menn báru
þunga ferðakistu á milli sín.
Aðrir báru öskjur, fatapinkla,
potta, pönnur og matvæli.
Til beggja handa stóð fjöldi
áheyrenda, alveg eins og hér
tíðkast, og kvenfólkið sa.gði:
„Er hún ekki falleg?" og „en
hvað gjafimar eru dásarnleg-
ar!“
Þegar fylkingin var komin á
áfangastað, var gjöfunum rað-
að fyrir framan hús bróður
míns, svo að meðlimir beggja
f jölskyldnanna gætu horft á þær
og dáðst að þeim. Svo hófst
veizlan og dansinn, en dansinn
var ekki eins og hér tíðkast.
Piltamir og stúlkurnar snertu
ekki hvort annað, hvað þá að
þau héldu hvort utan um ann-
að. Veizlan stóð til morguns.
Og nú beið allt fólkið í fjöl-
skyldugarðinum þeirrar stund-
ar þegar Oyilinne legði sinn
skerf til fjölskyldunnar — með
því að ala bróður mínum bam.
Það varð áhyggjufullt þegar
ár leið án þess nokkur merki
sæjust um að barnið væri á
leiðinni. Að lokum kallaði Oyil-
inne á móður mína. „Ég held
að sonur þinn, maðurinn minn
sé að verða eirðarlaus," sagði
hún. „Hann er úti fram á næt-
ur og drekkur með vinum sín-
um. Ég er leið yfir því að ég
skuli ekki hafa alið honum son
— ég held hann þurfi að fá
aðra konu.“ Hún benti jafnvel
á stúlku — og áður en langt
var um liðið hafði bróðir minn
eignast tvær konur.
Eins og fyrr segir er elzti
sonurinn einkaerfingi, en arf-
inum fylgja ýmsar skyldur.
Hann erfir ekki aðeins jarðir,
hús og fé föður síns, heldur einn-
ig alla f jölskyldu hans, sem hann.
verður að sjá fyrir á meðan
hann lifir. Ég gæti snúið heim
til Nigeríga strax á morgun,
setzt að í fjölskyidugarðinum
og ekki unnið handtak það sem
eftir væri ævinnar, en lifað
samt góðu lífi á kostnað bróð-
ur míns. Og bróðir minn mundi
ekki gera þetta af góðvild eða
bróðurkærleika, hann yrði stolt-
ur af að fá að gera það.
Því að eins og áður getur er
fjölskyldan tákn auðs og met-
orða, og sérhver bróðir eða
mágur, hversu mikill ónytjung-
ur sem hann er, leggur fram
sinn skerf í því efni með nær-
veru sinni einni saman — jafn-
vel þó hann leggi ekki neitt
annað af mörkum!