Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 56
54
XJRVAL
rískra hljómlistarmanna til að
gista Smetana sönghöliina í
Prag. „Mér hraus hugur við að
horfa á áheyrendur mína,“ seg-
ir hann. „I fasi þeirra kenndi
þreytu og sljóleika, sem hvar
vetna gat að líta í Evrópu. En
svo var sem líf færðist í svip
þeirra, er ég tók að leika.“
Þegar til London kom, lék
hann einleik í kvikmyndinni
Töfraboginn, sem fjallar um líf
Nicolo Paganini.
Þegar hann sneri aftur til
Ameríku, innti kona hans hann
eftir hvort hann hefði lent í
nokkrum spennandi ævintýrum.
„Ekki spennandi," sagði Menu-
hin, „heldur hjartnæmum.“
Hann sýndi henni bréf sem her-
prestur hafði ritað honum eftir
að hafa hlýtt á hljómleika hans
í Evrópu.
„Kæri herra Menuhin. Menn
mínir eru að búast til orustu.
Ef þeim mætti öllum auðnast
að heyra guðdóminn tala til
þeirra á hljómmáli Beethovens,
Paganini og Bach, eins og hjá
yður í gærkveldi, mundi þeim
vaxa þrek og áræði tii að berj-
ast gegn öflum hins illa í heim-
inum. Hvert sem leið mín kann
að liggja, verður það minn
styrkur að geta kallað fram í
huganum þau andartök, sem
mér veittust til að hlusta á
fiðluna yðar. Mér var sem ég
hefði beðizt fyrir í einhverju
guðs heilaga musteri.“
♦
Stjörnuspekingvi'inn Robert Ball kom eitt sinn i enska vefnaS-
arverksmiðju. Eigandinn sjálfur vísaði honum um, og sagði frá
því, heldur en ekki hreykinn, að verksmiðjan framleiddi 155
miljón mílur af gami á dag.
Ball svaraði engu en tók upp blað og blýant og fór að reikna:
„Jahá,“ svaraði hann um síðir. „Þá tekur það ekki nema 200 ér
að spinna þráð, sem nær héðan til næstu fastastjömu."
❖
Hinn heimskunni rithöfundur Edgar Wallace skrifaði eitt sinn
leynilögreglusögu, sem var 80.000 orð. Hann skrifaði söguna á
80 klt. og fékk 30.000 dollara fyrir hana.
Með núverandi gengi, kr. 6,50 fyrir dollar, hefir hann fengið
kr. 3250,00 á tímann og kr. 2,50 fyrir orðið.