Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 88
I»egar fáíræði, eynid, sjúltdómar og-
í'átsekt em firakin á fiótta.
Allah hjálpar (aeim
Grein úr „The Rotarian",
eftir Edwin Mnller.
T^RÉTTIR af matvælaskorti
JÍL og hungursneyð víða um
heim fylia forsíður heimsblað-
anna. En þar er aldrei minnst
á hið varanlega ástand sem er
frumorsökin að þessum hung-
ursneyðarfaröldrum — þá stað-
reynd að hundruð miljóna
manna á þessari jörð — að
minnsta kosti tveir þriðju hlut-
ar alls mannkynsins — búa alla
ævi við neyðarkjör fátæktar,
fáfræði og sjúkdóma.
Þetta greinarkorn segir frá
tilraxm til gagnárásar á einum
litlum bletti þessara miklu víg-
stöðva mannlegrar eymdar; en
hugmyndin að baki hennar
mætti kannski nota til alheims-
sóknar gegn skorti og eymd.
Þorpin sem dreifð eru um
hina gl-ænu bakka Nílar eru
einhver auðugustu akurlönd
heimsins, en bændurnir sem
yrkja þau búa við slíkan skort,
að hörund þeirra er eins og
þanin voð um beinin. Þessir af-
komendur elzta menningarríki&
jarðarinnar eru hvorki læsir né
skrifandi. Þeir lifa í loftslagi
sem er frægt fyrir heilnæmi, en
samt eru þeir svo tröllriðnir
sjúkdómum, að þeir geta með
erfiðismunum innt af hendí
dagsverk, sem væri leikur heil-
brigðu barni.
Manayil var ef til vill í hópi
lakari þorpanna. Hjólskornar
göturnar fullar af óþverra.
Þrjár tjarnir með stöðnu, fúlu
vatni. Enginn skóli. Um 90 af
hverjum 100 þorpsbúum þjáð-
ust af ,,hilharziasis“, sjúkdómi
sem ormar valda, en þeir lifa
sem snýkjudýr í mannslíkaman-
um og draga úr andlegum og
líkamlegum þrótti. Meira en
helmingur þorpsbúa þjáðist af
malaríu, krókormi eða pellagra,
senn stafar af B-vítamínskorti.
Ólæsir og óskrifandi voru 83 af
hverjum 100.
Félag Egypta til rarmsókna