Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 38
36
ÚRVAL
sér öll einkenni hins áhyggju-
lausa samkvæmismanns, hefir
hann sýnt ótrúlegt hugrekki og
þrek í baráttunni fyrir sann-
færingu sinni. Einn af vinum
hans sagði eitt sinn við hann:
„Hvernig gazt þú, sem ert svo
friðsamur, lifað hinu áhættu-
sama lífi samsærismannsins?“
Bidault svaraði: ,,Ég var hrædd-
ur, en mér tókst að sigrast á
hræðslunni."
I febrúar 1940 var Bidault
kallaður í herinn, og í maí bauð
hann sig fram sem sjálfboðaliði
á vígstöðvunum. Hann var tek-
inn til fanga við Somzne, en
látinn laus einu ári síðar ásamt
mörgum öðrum, sem tekið höfðu
þátt í fyrri heimsstyrjöld.
Strax og hann kom heim
gekk hann í mótspyrnuhreyf-
inguna. Hann var fyrst með
kommúnistum, sem um skeið
földu hann fyrir Gestapo. Hon-
um var falin ritstjórn les Butte-
tins de la France Combattante.
Undir nafninu Xavier mætti
hann sem fulltrúi hinna kristi-
legu demókrata á stofnfundi
frelsisráðsins. Fundarstjóri var
hinn kunni skæruliði Jean Moul-
in, sem kallaður var Max, en
hann var tekinn fastur eftir
fyrsta fund ráðsins og síðan
hefir ekkert til hans spurst.
Bidault var þá valinn eftir-
maður hans sem fonnælandi
frelsisráðsins.
Árið 1943 kom hann til París.
Hann bjó þar hjá tveim ógiftum
konum sem voru mótmælenda-
trúar. Hann lézt vera lúthersk-
ur prestur við framhaldsnám í
guðfræði, en nafni sínu breytti
hann ekki.
Starf hans var einkum fólgið
í leynilegum fundarhöldum víðs-
vegar í París. Ágreiningur, sem
átti rót sína að rekja til pólitísks
skoðanamunar, kom oft upp
innan mótspyrnuhreyfingarinn-
ar, og reyndi þá mjög á mála-
miðlunarhæfileika Bidault.
Eftir innrás Bandamaxma í
Normandie 6. júní 1944 her-
væddi Bidault skæruliðana í
skipulagða flokka. Hinn 1.
ágúst birti hann í l’Aube, sem
út kom leynilega á hemámsár-
unum, fyrirskipun um almenna
uppreisn. Hann var með þegar
skæruliðarnir gerðu lögreglu-
stöðina í París að aðalbækistöð
frelsisráðsins. Hinn 24. ágúst
gat hann útvarpað fyrsta boð-
skapnum til þjóðarinnar, og
sama daginn hitti hann í fyrsta
skipti de Gaulle hershöfðingja.
Þeir föðmuðust og gengu hlið