Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
ist ókeypis, mundi spamaðurinn'
í hæsta lagi vera 3—17%, vegna .
þess að eldsneyti nemur aðeins
broti af framleiðslukostnaði iðn-
aðarins.
Það þýðir með öðrum orðum,
að neytendurnir myndu tæplega
finna nokkra breytingu. Vörurn-
ar myndu ef til vill verða lítið
eitt ódýrari, en slíkt getum við
ekki kallað neina gullöld.
Hráefni til framleiðslu Urani-
um 235 munu aðeins endast
nokkur hundruð ár, en það þarf
á hinn bóginn ekki að vera nein
ókleif hindrun, því vísindin
munu áreiðanlega verða fær um
að finna nýjar leiðir við fram-
leiðslu kjarnorkunnar. Óhætt
mun að fullyrða, að notkun
kjarnorku fyrir iðnað næstu ára
mun aðeins hafa þýðingu á af-
skekktum stöðum, þar sem sér-
staklega er erfitt og kostnaðar-
samt að fá kol og olíu. 1 mörg
ókomin ár munu kol, sem hægt
verður að vinna úr jörðu í 3—
4000 ár, svo og olía, vatn o. fl.,
verða orkugjafar, sem iðnaður-
inn fyrst og fremst byggist á.
Það, sem á undan er sagt, er
lítið uppörfandi, en rétt er, að
gera sér það ljóst, áður en við
sýnum fram á hina æfintýra-
legu möguleika, sem kjarnorkan
gefur mannkyninu, og sem án
efa mun þýða byltingu í tilveru
okkar.
Við klofningu Uranium 235
frumeinda, kemur fram sem
nokkurs konar „úrgangur“,
geislavirk efni, sem ekki finnast
í náttúranni. Þessi efni hafa
slíka eiginleika, að þau geta
mjög vel komið í staðinn fyrir
radium og röntgengeisla, sem
eins og kunnugt er hafa ákaf-
lega mikinn lækningamátt og
tæknilega þýðingu.
Gagnstætt því, sem á sér stað
um radium, er hægt að fram-
leiða þessi efni í eins stórum
stíl og óskað er, aðeins með því
að byggja nauðsynlegar stöðv-
ar. Þar með er ekki öll sagan
sögð. Með því að leysa kjamork-
una úr læðingi, ræður maðurinn
yfir tækjum, sem ef til vill gera
honum fært að skyggnast inn
í innstu leyndardóma lífsins.
Hann getur hvorki meira né
minna en umbreytt öllum efn-
um, sem finnast í náttúmnni,
eftir sínum eigin vilja. Hann
hefir fundið vizkusteininn, og
nú ber honum aðeins að nota
hann skynsamlega.
Fyrst og fremst hafa menn-
irnir nú fengið möguleika til að
kafa til botns í viðfangsefnum