Úrval - 01.10.1946, Blaðsíða 9
HVERS MÁ VÆNTA AF KJARNORKUNNI ?
T
geta framleitt þarfir okkar úr
frumefnunum, og erfiði bónd-
ans verður óþarft. Auk þess
mundum við þá þekkja áhrifa-
rika aðferð til þess að safna
sólarorku, og möguleikinn
mundi vera til staðar, til þess
að við gætum með kjarnork-
unni á þennan hátt óbeint skap-
að okkur gullöld framtíðarinn-
ar, sem alla dreymir um.
Kjarnorkan mun einnig verða
það afl, sem uppfyllir hina eld-
gömlu ósk, um að hefja okkur
frá jörðinni út í gegnum geirn-
inn, til nýrra hnatta og nýrra
heima.
Engin orkulind hefir hingað
til verið nógu sterk til þess.
Kjarnorkan er það.
Kjarnorkusprengja hefir mil-
jónfalda þá orku, sem nauðsyn-
leg er til þess að yfirvinna að-
dráttaraflið. Það er þess vegna
ekkert ómögulegt eða f jarstætt
að fullyrða, að við getum innan
fyrirsjáanlegs tíma, sent rak-
ettur eða rakettufarartæki út í
geiminn. Við höfum þegar
orkugjafann en vantar aðeins
vélina. Marz og Venus liggja
innan þeirra marka, sem hægt
er að ná til. Viðfangsefnið er
ekki lengur óleysanlegt. Getur
nokkur efast um, að við erum
nú þegar byrjaðir á þýðingar-
mesta kafla í sögu mannkyns-
ins.
En spurningin um notkun
kjarnorkunnar til friðsamlegra
þarfa er undir því komin, hvort
hún verður notuð í þágu ófrið-
ar eða ekki. Þegar þetta er rit-
að, er ár liðið síðan fyrstu
kjarnorkusprengjunni var varp-
að yfir Hirosima. Ef þetta
hræðilega vopn verður notað
í nýrri styrjöld, getum við
kvatt gullöldina og beðið dóms-
dags.
Hinn ósýnilegi vizkusteinn,
frumeindin, er lagður undir vilja
okkar og vald.
Við getum aðeins valið einu
sinni milli hamingju lífsins og
algerrar tortímingar.
.V.
Sami gesturinn sem slekkur ljósið getur einnig blásið að eld-
inum svo að hann blossar upp. Sömu áhrif getur aðskilnaður haft
á tvo elskendur: hann kæfir veika ást, en magnar hina miklu áist.
La Rochefoucauld.