Úrval - 01.10.1946, Page 71
skeSmr margt í Ameriku.
Viðskiptaþens!an í Bandaríkjunum.
Grein úr „Fortune".
FJIN mikla viðskiptaþensla 1
Bandaríkjumim er í örurn
vexti. Ekki er hægt að mæla
styrkleika hennar, því gömlu
aðferðimar til þess duga ekki.
Fólk notar peninga sína ein-
kennilega en þó mannlega, það
er að segja gagnstætt öllum
spám og útreikningum.
Alls staðar í verzlun og við-
skiptum Bandaríkjanna stefna
linuritin upp á við. Gífurleg
eftirspum er eftir öllu, semhægt
er að borða, klæðast, brenna,
lesa, drekka, horfa á, aka í, o. s.
frv. Ósegjanlega sterk löngun
til að kaupa hvað sem er hefir
gripið menn, þetta æði berst
með ofsahraða frá manni til
manns, inn í búðimar og út úr
þeim aftur, í gegnum bankana.
um kauphallimar og svarta
markaðinn og inn á skemmti-
staðina. Það er sama hvað er,
allt er keypt upp jafn óðum og
það er tilbúið til sölu. Minka-
skinnskápur á 15.000 dollara
og karlmannsúr, sem kosta 1000
dollara, renna eins hratt út og
eggjaþeytarar og svínakjöts-
bautar.
Viðskiptaþenslan, eins og
hún er orðin, er óheilbrigð og á
ekkert skyit við hið friðsam-
lega hugtak „velmegun.“ Hún
er afleiðing af því, að allt í
einu hefir verið varpað á mark-
aðinn meira peningamagni en
dæmi eru til áður, þar sem
minna er boðið fram af vörum
en þekkzt hefir fyrr. Hér er þó
ekki komizt alveg rétt að orði.
Sem stendur er framleitt meira
af vörum en nokkra sinni áður,
því að framleiðsla Bandaríkj-
anna slær nú öll sín fyrri met.
Þrátt fyrir þetta er vöruskort-
urinn ótrúlega mikill. Það vant-
ar kjöt, brauð, smjör, mjóllc,
sykur, og feitmeti. Skortur er á
timbri, kolum, stáli, röntgenpíp-
um, töskum, aflvindum, vermi-
húsum og pípulagningarvöram.
Sama gildir um sæti í jám-
brautarvögnum og flugvélum,
herbergi í gistihúsum, og um
lyfjafræðinga, sölumenn, dýra-
lækna, trésmiði, garðyrkju-