Úrval - 01.10.1946, Page 23

Úrval - 01.10.1946, Page 23
„UPP Á HÆSTA TINDINN" 21 hæð, teygði sig úfinn slakki frá mikilli klettaöxl nálægt tindin- um niður að snæviþökktum hrygg við austurhlið Rongbuk- jökuls. Slakkinn var brattur, en ekki svo brattur að reyndir fjallamenn gætu ekki klifið hann, og frá öxlinni upp á tind- inn virtust engar óyfirstígan- legar torfærur. Það tók tvo mánuði að finna leið til að komast upp á hrygg- inn. Norðurhryggur, eins og hann var skírður, reis 4000 fet næstum lóðrétt upp frá Rong- bukjöklinum, og jafnvel hinn hugumstóri Mallory sá að aldrei yrði komizt upp hrygginn frá þessari hlið. Eina von hans var að auðveldara væri uppgöngu hinum megin. Eftir meira en 100 mílna snið- göngu komu þeir að skarði það- an sem hryggurinn reis aðeins 1500 fet upp fyrir jökulbung- una. Þrír sterkustu fjallamenn- irnir hjuggu sér spor upp á hrygginn og voru nú komnir í 23000 feta hæð. En tindur Eve- rest var enn 6000 fetum hærra og tvær og hálfa mílu í burtu. Það var nú orðið áliðið ágúst- mánaðar og hið stutta sumar Himalaya var senn á enda. Könnunarleiðangurinn sneri því aftur heim til Englands. Leið hafði verið rudd að fjallinu og snöggur blettur í varnarbrynju þess hafði fundizt. Fyrsta maí 1922 sló annar leiðangurinn tjaldbúðum sínum við rætur Rongbukjökuls. Það voru 13 Englendingar, 60 f jalla- menn frá Norður-Indlandi, röskt 100 burðarmanna fi’á Tíbet og 300 burðardýr. Tíminn til að klífa Everest var aðeins sex vikur. Fram í byrjun maí ríkti grimmur vetur með byljum um allt fjallasvæð- ið; og eftir miðjan júní byrjuðu Monsúnvindarnir með krapaélj- um og rigningum. I tvær vikur selfluttu leiðang- ursmenn mat og annan útbúnað eftir jöklinum og settu upp f jór- ar bækistöðvar með hægri dag- leið á milli. Þeir elztu voru skild- ir eftir til að halda uppi sam- göngum milli þriggja neðstu bækistöðvanna, en hinir reistu fjórðu bækistöðina upp á Norð- urhrygg, í 22900 feta hæð. Mallory og þrír aðrir voru kjörnir til að ráðast fyrstir til uppgöngu á Everest, og í dög- un 20. maí lögðu þeir af stað með hóp burðarmanna. Klukkutíma eftir klukkutíma klifruðu þeir upp norðaustur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.