Úrval - 01.08.1949, Page 7
UNGT, ÞÝZKT SKÁLD
5
snjóbreiðunnar, óbreytti her-
maðurinn Jesús, sem fær skipun
frá yfirboðurum sínum að mæla
lengd og dýpt hinna nýteknu
grafa með því að leggjast í þær
sjálfur — og kemst við hverja
mælingu að raun um, að þær eru
bæði of stuttar og of grunnar.
Öllum hetjuljóma er svipt af
þessum ruddalegu skopmynd-
um: eftir er aðeins helköld
þögnin, sem öðru hverju er rof-
in af skellandi vélbyssuskot-
hryðjum eða bældum drunum
fallbyssukúlnanna, gaddfreðin
lík í röðum og menn, sem hætt-
ir eru að hata og þrá það eitt
að komast heim.
Gegnt þessum svartkrítar-
myndum setur Borchert sem
andstæðu litríkari lýsingar á
erfiðleikum hinna heimkomnu
hermanna á því að laga sig eft-
ir aðstæðunum, svo gjörólíkar
því sem þær voru fyrir stríðið
og lifðu áfram í draumum
þeirra, að síðustu leifar vonar-
innar um að nokkuð breytist
nokkurn tíma til hins betra,
rjúka burtu eins og reykurinn
af daunillum sígarettum þeirra.
Lífið fyrir stríð Ijómar í dag-
draumum endurminninganna
sem eilíflega glötuð paradís; eld-
húsklukkan, sem ungur maður
finnur í rústum heimilis síns,
verður helgidómur, tengdur end-
urminningum friðsæls heimilis-
lífs, og öðlast undarlega sér-
stætt inntak vegna þeirrar
stundar, sem hún stanzaði á.
Það er æskan, sem ekki fékk
að njóta æskuáranna, sem talar
og vitnar í skáldskap Wolfgang
Borcherts: æska, sem svipt er
öllum hugsjónum og draumum,
sem ekki hefur einungis glatað
trúnni á guð heldur einnig
trúnni á konuna. Meðan menn-
irnir í ,,Der Kaffee ist undefi-
nierbar“ baða út höndum og
reigja sig, kveður unga stúlk-
an, hljóðlát og yfirlætislaus, sitt
vesæla líf. Litla glasið með
svefnlyfinu dettur á gólfið og
brotnar. Og niðurlagsorðin eru
þessi:
Hvort það var glas sem tirast
— eða hjarta: guð heyrði að
minnsta kosti ekki neitt Enda
hafði hann engin eyru. Já, ein-
mitt. Hann hafði engin eyru.
Einmanakenndin mitt á með-
al mannanna, útilokun einstakl-
ingsins frá hinu eina hugsan-
lega samlífi birtist á skerandi
ómstríðan hátt í verkum þessa
unga, taugaveiklaða skálds.
Maðurinn kemur heim úr stríð-
inu, sviptur fótfestu í hinu upp-