Úrval - 01.08.1949, Page 7

Úrval - 01.08.1949, Page 7
UNGT, ÞÝZKT SKÁLD 5 snjóbreiðunnar, óbreytti her- maðurinn Jesús, sem fær skipun frá yfirboðurum sínum að mæla lengd og dýpt hinna nýteknu grafa með því að leggjast í þær sjálfur — og kemst við hverja mælingu að raun um, að þær eru bæði of stuttar og of grunnar. Öllum hetjuljóma er svipt af þessum ruddalegu skopmynd- um: eftir er aðeins helköld þögnin, sem öðru hverju er rof- in af skellandi vélbyssuskot- hryðjum eða bældum drunum fallbyssukúlnanna, gaddfreðin lík í röðum og menn, sem hætt- ir eru að hata og þrá það eitt að komast heim. Gegnt þessum svartkrítar- myndum setur Borchert sem andstæðu litríkari lýsingar á erfiðleikum hinna heimkomnu hermanna á því að laga sig eft- ir aðstæðunum, svo gjörólíkar því sem þær voru fyrir stríðið og lifðu áfram í draumum þeirra, að síðustu leifar vonar- innar um að nokkuð breytist nokkurn tíma til hins betra, rjúka burtu eins og reykurinn af daunillum sígarettum þeirra. Lífið fyrir stríð Ijómar í dag- draumum endurminninganna sem eilíflega glötuð paradís; eld- húsklukkan, sem ungur maður finnur í rústum heimilis síns, verður helgidómur, tengdur end- urminningum friðsæls heimilis- lífs, og öðlast undarlega sér- stætt inntak vegna þeirrar stundar, sem hún stanzaði á. Það er æskan, sem ekki fékk að njóta æskuáranna, sem talar og vitnar í skáldskap Wolfgang Borcherts: æska, sem svipt er öllum hugsjónum og draumum, sem ekki hefur einungis glatað trúnni á guð heldur einnig trúnni á konuna. Meðan menn- irnir í ,,Der Kaffee ist undefi- nierbar“ baða út höndum og reigja sig, kveður unga stúlk- an, hljóðlát og yfirlætislaus, sitt vesæla líf. Litla glasið með svefnlyfinu dettur á gólfið og brotnar. Og niðurlagsorðin eru þessi: Hvort það var glas sem tirast — eða hjarta: guð heyrði að minnsta kosti ekki neitt Enda hafði hann engin eyru. Já, ein- mitt. Hann hafði engin eyru. Einmanakenndin mitt á með- al mannanna, útilokun einstakl- ingsins frá hinu eina hugsan- lega samlífi birtist á skerandi ómstríðan hátt í verkum þessa unga, taugaveiklaða skálds. Maðurinn kemur heim úr stríð- inu, sviptur fótfestu í hinu upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.