Úrval - 01.08.1949, Síða 8
ÚRVAL
6
runalega lífi sínu. Konan er
breytt eins og maðurinn; hún
er ekki lengur hæli og skjól,
móðureðli hennar hefur verið
kæft, blíða hennar er orðin að
vérzlunarvöru. Maðurinn hvílist
ekki hjá henni, hann náttar;
hann binzt henni ekki, hann yf ir-
gefur hana í dögun. Framand-
leiki mannsins mitt á meðal
jafningja er svo óendanlega
mikill, að það svarar ekki kostn-
aði að reyna að festa hann í
orð og hrynjandi. Það er ein-
manakennd, upptendruð af ótta
og algerum vanmætti, mögnuð
af voðasýnum, sem greipt hafa
sig óafmáanlega á nethimnuna,
íþyngd af meðábyrgð, sem aldr-
ei er hægt að velta á aðra. Tung-
an á ekki orð til að lýsa óra-
vídd þessarar einmanakenndar,
sem einungis hljómlaust, van-
ttiáttugt og tregasollið gauks-
hljóð maínæturinnar megnar að
túlka. (Sagan ,,Im Mai, im Mai
shrie der Kuckuck“.)
Bak við hræsni og stefnuleysi
nútímans, bak við hinar áleitnu
endurminningar um grotin sára-
bindi og limlest lík, bak við
neyðaróp, sem aldrei þagna, er
samt sem áður draumaland, ó-
reist borg, sem stefna má til
í glæstum vökudraumum.
Og þessi nýja borg, það er
borgin þar sem vitringamir,
kennaramir og ráðherrarnir fara
ekki með lygi, þar sem skáldin
láta ekki leiðast af neinu öðru en
skynseminni i hjarta sínu; það er
borgin þar sem mæðurnar deyja
ekki og ungu stúlkurnar eru ekki
með sýfilis, borgin þar sem hvorki
eru rúllustólar né gervilimaverk-
smiðjur; það er borgin þar sem
regnið kallast regn og sólin sól,
borgin sem laus er við kjallara
þar sem börnin eru bitin af rott-
um á næturnar, og laus við hana-
bjálka þar sem feður þeirra geta
hengt sig af þvi að mæðurnar
hafa ekkert brauð fram að bera;
það er borgin þar sem ungir menn
eru hvorki blindir né einhentir
og þar sem ekki eru neinir hers-
höfðingjar; hin nýja, glæsilega
borg þar sem allir hafa augu og
eyru hver fyrir öðrum og þar sem
allir skilja: mon cæur, the night,
your heart, the day, der Tag, die
Nacht, das Herz.
Spyrja mætti hvort Borchert
hafi sjálfur trúað á þetta
draumaland, og hvort hann hafi
fundið styrk í þeirri hugsun,
að ferðin þangað yrði kannski
einhvern tíma hafin. Hitinn og
ákefðin í röddinni gæti bent til
að svo væri; sannleiksástríða
hans mælir hinsvegar gegn því.
Ætla má að hann hafi verið of
tortrygginn að eðlisfari til þess
að hann gæti látið sannfærast