Úrval - 01.08.1949, Side 9
UNGT, ÞÝZKT SKÁLD
7
af draumsýn sinni, þessari töfr-
andi en sorglega fjarstæðufullu
hugmynd um mannkærleika og
alþjóðahyggju. Segja má, að
vegna þýzkra bókmennta hafi
dauða hans borið alltof brátt
að, en frá sjónarmiði hans sjálfs
kom hann kannske ekki nógu
fljótt. Það var orðið ljóst, þeg-
ar í nóvember 1947, að stefn-
an í stjómmálum heimsins bar
að minnsta kosti ekki í áttina
til draumaborgar Borcherts.
Það er ekki tilefni til ofmats
á skáldskap þó að höfundur
hans deyi ungur. Það er heldur
ekki ástæða til að loka augun-
um fyrir göllunum á skáldskap
Wolfgangs Borchert, sem þrátt
fyrir allt ber einkenni æskunn-
ar: tortímingarrómantíkinni,
sem er tákn tímanna, og svo
þýzk í eðli sínu, freistast maður
til að segja, skortinum á víðari
og kjammeiri sjónarmiðum, og
hæfileikanum til sálræns innsæ-
is, sótthita stílsins og þreytandi
endurtekningum. En þrátt fyrir
þessa galla er full ástæða til að
ætla, að verk hans — sem senni-
lega rúmast öll á 300—350
prentuðum síðum — verði tal-
in með þeim eftirstríðsbók-
menntum, sem samtíðin hafði
fulla ástæðu til að gefa gaum
og leggja sér á minni. 1 skáld-
skap hans, hinum sérkennilega
snöggu og áköfu tilhlaupum,
sem í hrynjandi minna á snögg
andköf flýjandi manns, birtast
samþjöppuð vandamál kynslóð-
ar, sem lifði í skugga og lífið
fór um hörðum höndum.
★
Wolfgang Borchert:
Þrjár stuttar sögur.
Eldhúsklukkan.
AU sáu hann álengdar koma
í áttina til sín, því að útlit
hans var sérkennilegt. Hann var
með andlit gamalmennis, en af
göngulagi hans mátti ráða, að
hann væri ekki meira en tvítug-