Úrval - 01.08.1949, Síða 10
8
ÚKVAL
ur. Með þetta gamla andlit
settist hann við hlið þeirra á
bekkinn í garðinum. Og svo
sýndi hann þeim það sem hann
hélt á.
„Það er eldhúsklukkan okk-
ar,“ sagði hann og leit á þau
öll til skiptis þar sem þau sátu
á bekknum og böðuðu sig í sól-
inni. „Já, mér tókst reyndar að
finna hana. Hún slapp.“
Hann hélt á lofti kringlóttri,
postulínshvítri eldhúsklukku og
strauk með fingrunum af blá-
máluðum stöfunum.
„Hún er auðvitað ónýt,“ sagði
hann afsakandi, „það veit ég
vel. Hún er heldur ekki sérlega
falleg, einna líkust venjulegum
disk, svona hvítgljáandi eins og
hún er. En bláu tölurnar eru
ennþá býsna fallegar, finnst
mér. Vísarnir eru auðvitað bara
úr blikki, og auk þess eru þeir
hættir að snúast. Já. Verkið í
henni er bilað, á því er enginn
vafi. En hún er eins að sjá, þó
hún sé hætt að ganga.“
Hann strauk varlega með
fingurgóm eftir diskbrún klukk-
unnar og sagði eins og við sjálf-
an sig:
„Og hún slapp.“
Fólkið sem sat á bekknum og
baðaði sig í sólinni gaf honum
engan gaum. Einn leit niður á
skóna á sér og gift kona gægð-
ist inn í barnavagninn sinn. Að
lokum sagði einhver:
„Þér hafið auðsjáanlega misst
allt?“
„Hverju orði sannara,“ sagði
hann umsvifalaust, „hugsið ykk-
ur, hvert tangur og tetur! Hún
ein slapp.“ Og hann lyfti klukk-
unni aftur, eins og fólkið hefði
ekki enn séð hana nógu vel.
„En hún gengur ekki“, sagði
konan.
„Nei auðvitað ekki. Hún er
biluð, það veit ég vel. En annars
er hún alveg eins og áður: hvít
og blá.“ Hann sýndi þeim aftur
klukkuna sína. „Og það allra
bezta,“ hélt hann áfram æstum
rómi, „hef ég enn ekki minnst
á: hugsið ykkur, hún stanzaði
klukkan hálfþrjú. Á mínútunni
hálfþrjú!“
„Þá hefur húsið yðar orðið
fyrir sprengju klukkan hálf-
þrjú,“ sagði karlmaður og skaut
íbygginn fram hökunni. „Það
hef ég oft heyrt. Þegar sprengj-
an er á leiðinni niður stanza
klukkurnar. Það gerir loftþrýst-
ingurinn."
Ungi maðurinn sýndi þeim
aftur klukkuna sína og hristi
yfirlætislega höfuðið.