Úrval - 01.08.1949, Side 11
ÞRJÁR STUTTAR SÖGUR
9
,,Nei, herra minn, þar skjátl-
ast yður. Það er ekkert í sam-
bandi við sprengjurnar. Þið eig-
ið ekki alltaf að blanda sprengj-
unum í allt. Nei. Klukkan háif-
þrjú skeði allt annað, þó að
ykkur sé það ekki Ijóst. Hið
skrítna er að klukkan skyldi
stanza klukkan hálfþrjú en ekki
kort yfir fjögur eða sjö. Ég
kom nefnilega alltaf heim klukk-
an hálfþrjú. Það er að segja á
nóttunni. Næstum alltaf klukk-
an hálfþrjú. Það er einmitt
þetta sem er merkilegast af
öllu.“
Hann leit á hitt fólkið, en það
hafði litið af honum, og augu
hans mættu ekki augum neins.
I staðinn kinkaði hann kolli til
klukkunnar.
„Og þá var ég auðvitað svang-
ur, ekki satt? Og ég var vanur
að fara beint fram í eldhús.
Þá var klukkan næstum alltaf
hálfþrjú. Og þá kom mamma
fram. Það var sama hve hægt
ég reyndi að opna forstofuhurð-
ina, hún heyrði það alltaf. Og
þegar ég leitaði að einhverju til
að borða í myrkrinu í eldhús-
inu, var ljósið allt í einu kveikt.
Og þarna stóð hún í uilarbað-
kápunni sinni og með rautt sjal
á herðunum. Og berfætt. Alltaf
berfætt, þó að eldhúsgólfið væri
flísalagt. Og hún pírði augun af
því að Ijósið var of bjart fyrir
hana. Eiginlega var hún sofandi,
enda var þetta um miðja nótt.
„Ennþá kemurðu jafnseint,“
sagði hún. Meira sagði hún
aldrei. Aðeins þetta: ennþá
kemurðu jafnseint. Og svo hit-
aði hún kvöldmatinn handa mér
og leit eftir að ég borðaði. Á
meðan nuddaði hún alltaf saman
fótunum, því að flísarnar voru
svo kaldar. Hún fór aldrei í
skó á nóttunni. Og hún sat hjá
mér þangað til ég var orðinn
mettur. Og á eftir heyrði ég
glamra í leirtauinu hjá henni
alveg þangað til ég var búinn
að slökkva ljósið hjá mér. Svona
var þetta á hverri nóttu. Og
næstum alltaf klukkan hálfþrjú.
Mér fannst það sjálfsagt að
hún bæri fyrir mig mat í eld-
húsinu klukkan hálfþrjú á nótt-
unni. Já, mér fannst það alveg
sjálfsagt. Það var orðinn vani.
Og aldrei sagði hún annað en:
„Ennþá kemurðu jafnseint“ —
en það sagði hún í hvert skipti.
Og ég hélt að svona ætti það
alltaf að vera. Það var allt svo
sjálfsagt. Svona hafði það alltaf
verið.“