Úrval - 01.08.1949, Síða 13
ÞRJÁR STUTTAR SÖGUR
11
Spölkorn frá þessum tveim
mönnum var önnur hola. Upp
úr henni gægðist höfuð af
manni. Á því var nef sem gat
fundið angan af ilmvötnum, og
augu sem gátu greint borg eða
blóm. Ennfremur var á því
munnur sem gat borðað brauð
og sagt ,,Inga“ eða „mamma“.
Þetta höfuð komu mennirnir
tveir með byssuna auga á.
„Skjóttu!“ sagði annar þeirra.
Skotið kvað við.
Og svo var það þetta höfuð.
Það gat ekki framar fundið ang-
an af ilmvötnum og ekki lengur
greint borg eða sagt „Inga“.
Aldrei framar.
Báðir mennirnir höfðust
nokkra mánuði við í holunni.
Þeir gerðu út af við mikinn
fjölda höfuða, og þau voru und-
antekningarlaust á mönnum,
sem þeir þekktu ekki, sem ekk-
ert illt höfðu gert þeim, og þeir
skildu ekki einu sinni mál þeirra.
En einhver hafði fundið upp
byssu, sem skaut sextíu skot-
um á mínútu. Og einhver hafði
meira að segja gefið skipun.
Er frá leið höfðu mennirnir
Iveir gert út af við svo mörg
höfuð að hægt var að byggja
stórt fjall úr þeim. Og meðan
báðir mennirnir sváfu, tóku höf-
uðin að velta. Eins og á keiiu-
braut. Og mennirnir báðir vökn-
uðu við lágan kliðinn.
„Það var að minnsta kosti
samkvæmt skipun,“ hvíslaði
annar.
„En við gerðum það,“ æpti
hinn.
„Og óhugnanlegt hefur það
verið,“ stundi sá fyrri.
„Það hefur nú sosum verið
býsna góð dægrastytting stund-
um,“ sagði sá síðari og flissaði.
„Nei!“ æpti sá sem hafði
hvíslað.
„Ójú,“ hvíslaði hinn. „Stund-
um hefur það verið býsna góð
dægrastytting. Þú getur ekki
neitað því. Býsna góð dægra-
stytting.“
Tímum saman sátu þeir þarna
um nóttina án þess að geta sofið.
Svo sagði annar:
„En guð hefur gert okkur
svona.“
„Guð hefur að minnsta kosti
afsökun," sagði hinn. „Hann er
ekki til.“
„Er hann ekki til ?“ spurði
sá fyrri.
„Það er eina afsökunin, sem
hann hefur,“ sagði sá síðari.
„En við — við erum þó til,“
hvíslaði sá fyrri.