Úrval - 01.08.1949, Side 14
12
ÚRVAL
„Já, við erum til,“ hvíslaði
hinn.
Báðir mennirnir, sem höfðu
fengið skipun um að gera út af
við eins mörg höfuð og þeir
gætu, gátu ekki sofið þessa nótt.
Því að frá veltandi höfðunum
heyrðist lágur kliður. Að lokum
sagði annar:
„Og nú erum við komnir á
kaf í þetta.“
„Já,“ sagði hinn, „nú erum við
komnir á kaf í það.“
Þá hrópaði einhver:
„Verið viðbúnir! Það er kom-
inn dagur!“
Báðir mennirnir risu upp og
gripu byssur sínar. Og í hvert
skipti sem maður kom í Ijós,
skutu þeir á hann. Og alltaf var
það maður, sem þeir þekktu ekki
og sem hafði ekki gert þeim neitt
illt. Samt skutu þeir á hann.
Það var í þeim tilgangi, sem
einhver hafði fundið upp byss-
una og hlotið verðlaun fyrir.
Og einhver — einhver hafði
meira að segja gefið skipun.
★
Nœturgalinn syngur.
Berfættir og á skyrtunni
stöndum við úti í nóttinni, og
hún syngur. Herra Hinsch er
veikur, herra Hinsch hefur
hósta. Það skemmdust í honum
lungun í vetur af því að glugg-
inn var óþéttur. Herra Hinsch
mun sennilega deyja. Öðru
hverju rignir blómum af sýren-
unum. Fjólublá blómblöð hrynja
af greinunum og bera angan sem
af ungri stúlku. En herra Hinsch
finnur ekki lengur ilminn, herra
Hinsch er með hósta. Nætur-
galinn syngur. Og herra Hinsch
mun sennilega deyja. Berfættir
og á skyrtunni hlustum við á
hann. Hóstinn í honum heyrist
um allt húsið. En næturgalinn
fyllir allan heiminn með söng
sínum. Herra Hinsch losnar ekki
við veturinn úr lungum sínum.
Fjólublá blómblöð hrynja af
greinum sýrenanna. Næturgal-
inn syngur. Og herra Hinsch fær
sumarblítt andlát, fullt af