Úrval - 01.08.1949, Side 18
Íítvarpserindi flutt á vegum
Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Um nýjungar í krabbameinsrannsóknum.
Eftir Ólaf Bjarnason lækni.
ÝZKI vísindamaðurinn Theo-
dor Schwann sýndi fram á
það á fyrri hluta 19. aldar, að
líkami manna og dýra er mynd-
aður úr aragrúa af frumum af
ýmsum gerðum. Landi hans,
læknirinn og sjúkdómafræðing-
urinn Rudolph Virchow, lýsti því
í riti, sem út kom um miðja
öldinu, hvern þátt þessar frum-
ur eiga í ýmsum sjúklegum
breytingum líkamans. Þar var
meðal annars greint frá því,
hvernig hin margvíslegu æxli
eru mynduð úr mismunandi
frumum og vefjum, sem að út-
liti og gerð svara oft'til ákveð-
inna heilbrigðra vef ja líkamans.
Allt frá þeim tíma, er niður-
stöður þessar birtust, hafa menn
furðað sig á því, hvernig frum-
ur líkamans geta allt í einu tekið
upp á því að vaxa úr hófi fram
og myndað fyrirferðarmikil æxii.
Hvernig líffræðilegt eðli frum-
anna breytist og þær hætta að
hlíta eðlilegum þróunar- og
vaxtarlögmálum líkamans, en
ráðast í þess stað gegn honum
sjálfum, smjúga inn í heilbrigða
vefi, eyða þeim og spilla, eins
og hinar margbreytilegu tegund-
ir krabbameinsins gera. Miklu
fé og vinnu þúsunda manna um
allan heim hefur verið varið til
lausnar þessarar þrautar, án
þess að tekizt hafi að ráða hana
enn sem komið er. Aðferðir
margra vísindagreina hafa verið
notaðar í þessum tilgangi, svo
sem efnafræði, eðlisfræði, líf-
fræði, erfðafræði, sjúkdóma-
fræði og almennrar læknisfræði.
Fyrir alla þessa vinnu hafa
menn orðið margs vísari um
gerð krabbameinsins og hvem-
ig það hagar sér. En krabba-
meinið er sú tegund æxla, sem
mest hefur verið rannsökuð,
enda algengust hinna illkynjuðu
æxla hjá mönnum og veldur
flestum dauðsföllum.
1 þessu stutta erindi verður
aðeins unnt að drepa lauslega
á örfáar niðurstöður ofan-
greindra rannsókna. Nokkuð af