Úrval - 01.08.1949, Page 23
UM NÝJUNGAR 1 KRABBAMEINSRANNSÓKNUM
21
Til þess að fá úr því skorið
hvort um arfgengi væri að ræða
eða ekki, hafa dýratilraunir ver-
ið gerðar í stórum stíl. Tekizt
hefur að hreinrækta músa-
stofna þar sem 80—90% af
kvendýrunum fá krabbamein í
brjóstkirtilinn og aðra stofna
þar sem aðeins 5—10% eða
færra af dýrunum fá sjúkdóm-
inn. Bandaríkjamaðurinn John
Bittner, sem er erfðafræðingur,
hafði árum saman unnið að
þessum tilraunum, er hann
gjörði uppgötvun, sem telja má
upphafið að einhverju því
merkilegasta sem unnið hefur
verið á sviði krabbameins-
rannsókna á síðustu árum. Bit-
tner átti tvo músastofna, sem
við getum nefnt A og B. Um
90% af kvendýrum A-stofns-
ins fengu krabbamein í brjóst-
kirtlana en svo að segja engin af
kvendýrum B-stofnsins. Bittner
tók nú ungana sem mýs af A-
stofni áttu, um leið og þeir
fæddust, þ.e.a.s. áður en þeir
byrjuðu að sjúga og lét þá und-
ir mýs af B-stofni. Á sama
hátt tók hann unga frá mæðr-
um af B-stofni og lét þá sjúga
mýs af A-stofni. Nú leið og
beið og músaungarnir uxu upp
og eltust. Þegar þeir voru komn-
ir á þann aldur, að krabba-
meinið fór að gera vart við sig,
gerðist sá merkilegi hlutur að
hlutföll krabbameinstíðninnar
hjá þessum tveim stofnum
snerust við. Nú voru það mýsn-
ar af A-stofni sem ekkert
krabbamein fengu, en mýsnar
af B-stofni fengu flestallar
sjúkdóminn. Af þessu ályktaði
Bittner, að eitthvað það myndi
vera í mjólk músanna, sem
ungarnir drykkju í sig fyrst
eftir fæðinguna og ylli síðan
krabbameini hjá þeim er þeir
eltust. Síðari rannsóknir hafa
leitt í Ijós að efni þetta, sem
kennt er við Bittner, hagar
sér að flestu eða öllu leyti sem
vírus. Það sýndi sig þar með að
sjúkdómur, sem menn höfðu
áður haldið að væri eingöngu
bundinn við erfðir, orsakaðist af
smitefni, sem ungarnir drukku
í sig með móðurmjólkinni. Þarna
var í fyrsta sinn fundið vírus
sem olli krabbameinsmyndun
hjá spendýri. Nýjustu rannsókn-
ir bera með sér að þrennt þarf
til að krabbamein þetta mynd-
ist hjá músunum, þ.e.a.s. vírus,
hormón og ákveðinn erfðaeigin-
leiki. Annað mál er það hvort
krabbamein í brjósti kvenna er
tilkomið á sama hátt. I Eng-